Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021

Þeir sem bera saman epli og appelsínur, finna gjarna ranga niðurstöðu

Það er gömul saga og ný að auðugustu menn veraldar eru sakaðir um að greiða lágt hlutfall af tekjum sínum í skatta.

Í ajálfu sér ætla ég ekki að mótmæla því, enda ráða þeir gjarna til sín einhverja af "greindustu" einstaklingum jarðarinnar (og alls ekki tekjulága og líklega ætti frekar að segja hóp af þeim) til að sjá um skattframtölin sín og notfæra sér allar þær "holur" sem stjórnmálamenn hafa í skattkerfi hinna ýmsu landa.

Skattalög Bandaríkjanna eru til dæmis lengri lesning en bíblían eða allar bækurnar um Harry Potter. En í sjálfu sér er ekki nóg að kunna skil á því, heldur koma til alls kyns dómafordæmi og svo framvegis.

"Góður hópur" af skattalögfræðingum þarf því að "kunna skil" á u.þ.b. 70.000 blaðsíðum er sagt.

Hvers vegna?

Ekki ætla ég að fullyrða um að hvað miklu leyti má færa þetta yfir á önnur lönd, en eins og lesa má um í fréttum, er mikið traust sett á þá sem telja fram, eins og t.d. meðlimir hljómsveitarinnar Sigurósar hafa kynnst.

Hitt er svo að eignir og skattgreiðslur eru í sjálfu sér óskyldir hlutir, oft á tíðum, en þó ekki alltaf.

Til dæmis er sagt að Jeff Bezos hafi greitt 1.4 milljarða dollara í tekjuskatt af 6.5 milljarða tekjum á árunum 2006 til 2018.  Það gerir u.þ.b. 21% skatt, en sjálfsagt hefur hann haft einhverja "frádráttarliði".

En "eignir" hans jukust um 127 milljarða dollar á sama tíma. Og það er einmitt út frá þeirri eigna aukningu sem sumir vilja reikna skattgreiðslur hans.

En hvað er "eign"?

"For instance, Amazon CEO Jeff Bezos paid $1.4 billion in personal federal taxes between 2006 to 2018 on $6.5 billion he reported in income, while his wealth increased by $127 billion during that same period. By ProPublica´s calculation, that reflects a true tax rate of 1.1%."

Sjá hér.

En er það rökréttur útreikngur?

Ef einhver keypti einbýishús í Reykjavík á 50 milljónir árið 2006 og það var metið á 120 milljónir árið 2018, á það að vera reiknað með þegar skattgreiðslur eru reiknaðar í prósentum?

Ef listaverk sem keypt var árið 2006 á 60.000, er milljón krónu virði í dag, ætti það að reiknast inn í tekjuskattstofn viðkomandi?

Staðreyndin er sú að einbýlishúsið "nýtist" eigendum sínum ekki "meira", listaverkið hangir ennþá á veggnum og veitir ánægju og hlutabréfin í Amazon geta risið eða fallið og eru eign sem skapar ekki meiri tekjur, nema hugsanlega sem arð, sem er þá skattlagður.

Þannig geta t.d. hlutabréf lækkað verulega í verði frá þeim degi sem skila á skattskýrslu, til þess dags sem standa á skil á skattinum, þó að þau hafi aldrei verið seld.

Að öllu þessu sögðu má að sjálfsögðu alltaf deila um hvað skattprósenta á að vera, hvað flókin skattalöggjöf á að vera, á að útrýma undanþágum o.s.frv.

En að skattleggja óinnleystan "bóluhagnað", því ekkert er í hendi þangað til hlutabréf eða aðrar eignir eru seldar, er óráðsplan.

P.S.  Þó ekkert sé hægt að fullyrða, má telja líklegt að skattgreiðslum þeirra auðugri hafi verið vísvitandi lekið af ríkisstjórn Joe Biden, enda fátt árangursríkara til að afla stuðnings almennings við stórfelldar skattahækkanir.

Sorglega staðreyndin er sú að líklega munu þeir sem eru mun lægri staddir í "stiganum" vera þeir sem borga, enda hafa þeir síður efni á því að ráða "bestu skattalögfræðingana" o.s.frv.

Þeir eru heldur ekki á þeir sem sitja tugþúsunda dollara málsverði til stuðnings stjórnmálamönnum.

Það verða því ekki þeir á toppnum sem borga, heldur þeir sem standa neðar í stiganum.

Raunbreytingin verður lítil, en lélegir stjórnmálamenn geta stært sig af því að hækka skattprósentuna, en flestar eða allar undanþágurnar verða enn til staðar.

P.S.S. Það er eiginlega hálf sorglegt að sjá mbl.is ýta undir fréttaflutning af þessu tagi.

 


mbl.is Greiddu ekki krónu í skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að treysta flokksfólki skapar sterkan lista

Þó að listar Sjálfstæðisflokksins komi ekki til með að líta nákvæmlega eins út og ef ég hefði verið fenginn til þess að stilla þeim upp, verð ég að segja að mér líst ágætlega á úrslitin.

Listinn er samblanda af reynslu og nýliðun og getur, ef vel er haldið á spilum, markað upphaf nýrrar sóknar Sjálfstæðisflokksins á meðal ungs fólks.

En til framtíðar þarf Sjálfstæðisflokkurinn að líta í eigin barm og stokka spilin öðruvísi.

Það sem veldur mér mestum áhyggjum (vinstristjórnir eru í martraðir í mínum draumförum) er ákveðin einsleitni listans og því takmörkuð skýrskotun til þjóðfélagsins.

Fyrstu fjögur sætin eru "úr ráðuneytunum", að sjálfsögðu er ekkert óeðlilegt við að ráðherrar skipi efstu sæti á framboðslistum, en ef til vill er þörf á því að gefa því gaum þegar 3. af 8 efstu eru aðstoðarmenn ráðherra, eða fyrrverandi.

Eru lögfræðingar 5. af 8 efstu í prófkjörinu?  Einhvern veginn taldist mér svo til, þó að ég geti ekki verið 100% viss um menntun allra frambjóðenda.

Vissulega fækkar um einn lögfræðing ef Brynjar afþakkar sæti á listanum, en eigi að síður er þetta umhugsunarvert.

Hvað skyldu margir á listanum hafa einhverntíma verið í þeirri stöðu að greiða út laun í stað þess að taka á móti þeim?

Það er einmitt af slíkum ástæðum sem svo ánægjulegt er að sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur vinna góðan sigur í Suðurkjördæmi, komandi beint úr atvinnulífinu.

Því það er atvinnulífið sem skapar velsæld og velmegun.

Auðvitað eru slíkar vangaveltur langt í frá bundnar við Sjálfstæðisflokkinn.  Ég þori nú ekki að segja að að minni mitt sé gott, en er ekki eini frambjóðandinn sem hefur komið fram hjá nokkrum flokki (enn sem komið er) og tengist verkalýðshreyfingunni, fyrrverandi formaður hjá verkalýðsfélagi háskólamanna?

Lýðræði er ekki fullkomið stjórnarfar, en hefur óendanlega möguleika, en líklega jafn marga pitti.

En það fer best á að Alþingi sé samkoma einstaklinga héðan og þaðan úr þjóðfélaginu, með reynslu af alls konar aðstæðum.

Einsleitni mun ekki skila Íslendingum fram á við.

Það er þarft að hafa í huga.

 

P.S. Svo má auðvitað velta fyrir sér að ef úrslitin hefðu verið á þann veg að karlar hefðu skipað 3. af 4. efstu sætunum, hvað margar "Sjálfstæðiskonur" væru að íhuga að segja sig úr flokknum.

En það kann að koma flokknum til góða að það eru engin "karlafélög" starfandi innan hans.

 


mbl.is Guðlaugur Þór sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtal við Kristrúnu Heimisdóttur sem hægt er að hvetja alla til að hlusta á

Ég mæli heils hugar með því við alla að hlusta á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Kristrúnu Heimisdóttur á Sprengisandi frá því í morgun.

Þar er fjallað um "stjórnarskrármálið" og hvernig sú umræða hefur endað á villigötum og í raun hálfgerðu öngstræti.

Þar er talað um grein sem Kristrún skrifaði í tímarit lögmanna fyrir skemmstu.  Ég hef ekki lesið greinina og ekki áskrifandi af því tímariti, þannig að ég hef ekki lesið greinina.

En viðtalið var gott og Kristrún setti fram mál sitt af skynsemi og yfirvegun.

Það er í raun ótrúlegt að enn skuli vera til stjórnmálaflokkar sem hafa það á meðal sinna helstu mála í komandi kosningum að lögfesta "nýju stjórnarskránna".

Það er eðlilegt að vara við slíkum flokkum.

En viðtalið við Kristrúnu má finna hér.

Að sjálfsögðu er eðlilegt að ræða og gera breytingar á stjórnarskránni, en kollsteypur ber að varast.


Vindhögg Þorgerðar

Eins og stundum áður finnst mér erfitt að taka mark á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.  Hún setur gagnrýni sína fram á skringilegan máta.

Það vill svo til að Ísland er ekki eitt um að gera þennan samning, það þarf jú fleiri til.

Fyrst skal auðvitað nefna Breta, svo Norðmenn, Liechtensteina, og svo eru Íslendingar auðvitað fjórði aðilinn.

Allar þessar þjóðir hafa sent frá sér tilkynningar um samningin í dag.  Flestar á svipuðum tíma og hann var kunngerður á Íslandi.

Líklega hafði engin þessara þjóða fyrir því að spyrja Þorgerði, eða aðra í stjórnarandstöðunni um leyfi.

Ef til vill trúir Þorgerður því að utanríkisráðuneyti þessara þjóða hafi sammælst um að aðstoða Guðlaug Þór í prófkjöri, eða var þessu vindhöggi hennar ætlað að fella "pólítískar keilur"?

Líklegar er að kynningin hafi átt sér stað í dag vegna þess að samningum er náð.  Ef til vill vegna þess að þessum þjóðum (líklega ekki síst Bretum) þykir akkur í því að kynna það sem þeir telja góðan fríverslunarsamning og frekar yfirgripsmikinn ef ég hef skilið rétt.

Bretar sækjast enda eftir því að gera marga slíka á næstunni.

En það er rétt að hafa í huga að eins og ég hef skilið málið, er samningum náð en undirritun er enn eftir.

Samningurinn er því óstaðfestur og verður líklega kynntur á Alþingi áður en til þess kemur.

Upphlaup Þorgerðar og annara stjórnarandstæðinga er því illskiljanlegt.

Samningurinn hefur hins vegar vakið þó nokkuð mikla athygli um víða veröld.  Hér má lesa frétt Reuters, BBC, Bloomberg (fyrsta frétt Bloomberg er frá fimmtudeginum 3. júní), Intrafish.

Samingurinn vekur athygli í Kanada og í Ástralíu og sjálfsagt víðar.

Ef tímasetningar á þessum fréttum er skoðuð sýnist mér að þær séu að koma í loftið á svipuðum tíma og á Íslandi, sumar jafnvel örlítið fyrr.

Því sýnist mér tímasetningin á Íslandi vel boðleg, en meiri spurning með málflutning Þorgerðar.

 


mbl.is Þorgerður segir tímasetninguna ekki boðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband