Mál sem þetta á ekkert erindi á Alþingi

Það er því miður allt of algengt að þingmenn telji sig eiga að stjórna samfélaginu - í stóru og smáu.

Þetta upphlaup er ágætt dæmi um það.

Hvers vegna það er tilefni til umræðu eða gagnrýni á Alþingi að dagvist eða skólar skuli ætla að bjóða upp á þvottaþjónustu er eiginlega óskiljanlegt.

Það skiptir engu máli í sjálfu sér hver á að sjá um þvottinn, slíkt er auðvitað samningsatriði á milli starfsfólks og vinnuveitenda.

Það segir sig þó nokkuð sjálft að öllu jöfnu ráða fyrirtæki ekki háskólagengna starfskrafta til að þvo og brjóta saman þvott. Þess gerist ekki þörf.

Endir fréttarinnar gefur svo til kynna að þetta sé gert til að afla fleiri viðskiptavina.

Hvílík höfuðsynd.

Það á eftir að koma í ljós hvort að þessi þjónusta nýtur vinsælda eður ei, rétt eins og tilbúinn matur sem boðinn er hjá sama þjónustufyrirtæki.

Þannig vinna framsækin fyrirtæki, víkka út þjónustuna og sinna þörfum viðskiptavina sinna.

Sumt slær í gegn annað fellur.

Foreldrar þurfa á færri staði og minnkar stress og líklega má færa rök fyrir því að aukin þjónusta á einum stað sé einnig umhverfisvæn, þar sem snúningum á bílnum fækkar.

En af því að þingmaðurinn talaði um virðingu, verð ég að bæta því við að ég tel að virðing Alþingis aukist ekki við gagnrýni á þvottaþjónustu úr ræðustól þess.

 


mbl.is Gagnrýnir þvottaþjónustu Hjallastefnunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband