Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016
27.6.2016 | 22:49
Annað "Brexit"
Annað "Brexit" á örfáum dögum. Bretland þarf að faria heim frá meginlandinu, nú af Evrópumótinu í knattspyrnu.
Það sem stendur upp úr er frábær spilamennska íslenska landsliðsins og ótrúlegur stuðningur íslenskra aðdáenda.
Sjálfsagt megum við eiga von á undirskriftalistum sem krefjast þess að leikurinn verði endurtekinn, eða að London eigi kröfu á eigin liði í Evrópukepninni.
Það er akkúrat þannig sem að þeir sem verða að teljast "sore loosers" haga sér.
ÁFRAM ÍSLAND
Fann að þeir litu niður á okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.6.2016 kl. 04:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2016 | 16:16
Lagði reynsla eldri kynslóðanna grunninn að "Brexit"? Sitt er hvað samvinna og samruni
Það er rétt sem haft er eftir Baldri Þórhallssyni í viðhengdri frétt að mikill munur virðist hafa verið eftir aldri, hvernig Bretar greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit.
Það er þó varasamt að fullyrða nákvæmlega um slíkt, enda öll atkvæði eins upp úr kjörkössunum.
En ef til vill er það ekki hvað síst reynsla eldri kjósenda sem kann af hafa ráðið úrslitum þegar á hólminn var komið.
Eldri kjósendur í Bretlandi hafa fylgst með og tekið þátt í mörgum rökræðum um stefnu Evrópusambandsins og heyrt alla spádómana um einangrun Bretlands og hrun utanríkisviðskipta þeirra áður, ekki síst í sambandi við fyrirhugaða upptöku Breta á euroinu.
Þá, rétt eins og nú, voru þeir ófáir "sérfræðingarnir" og álitsgjafirnir sem fullyrtu um einangrun Breta og hrun efnahagslífs þeirra ef þeir væru ekki með.
Allir vita nú að þeir reyndust ekki sannspáir og æ fleiri gera sér grein fyrir því hvílíkt lán það var fyrir Breta að standa utan eurosins.
Það er því ekki ólíklegt að hræðsluáróður þeirra sem vildu áframahaldandi "Sambandsaðild", um efnahagslega hnignun og einangrun Breta, hafi síður virkað á eldri kjósendur en þá yngri.
Sá hræðsluáróður var hornsteinn baráttu "Sambandssinna".
Slík taktík ætti að vera íslendingum vel kunnug, og einnig ástæðurnar til að hafna henni. Þeir ættu einnig að kannast við að hún hefur ekki verið á rökum reist.
Ekki ætla ég að fullyrða neitt um hvort sú reynsla hafi haft áhrif niðurstöður þjóðaratkvæðgreiðslunnar í Bretlandi, en finnst það þó ekki ólíklegt.
Það eru takmörk fyrir því hvað oft er hægt að hrópa "úlfur, úlfur".
Gríðarlegt áfall fyrir ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2016 | 15:57
Þegar þjóðaratkvæðagreiðslur skila ekki tilætlaðri niðurstöðu
Það er alveg rétt að þjóðaratkvæðageiðslur geta verið tvíbenntar og skapað klofning sem erfitt er að ráða við.
Það er enda að mínu mati áríðandi að opna ekki á að kallað verði á þjóðaratkvæðagreiðslur í sífellu, heldur á "þröskuldurinn" að vera nokkuð hár, og að mínu mati mun hærri en oft er talað um á Íslandi, þegar rætt er um breytingar á stjórnarskránni.
En það er skrýtið að heyra einn helsta talsmann "Sambandsaðildar" íslendinga segja að lýðræði snúist ekki eingöngu um að ná einu sinni meirihluta kjósenda. En það er nákvæmlega þannig sem til dæmis "Sambandsaðild" hefur verið ákveðin í mörgum löndum.
Ef ég man rétt var "Sambandsaðild" Svíþjóðar samþykkt með á milli 52. og 53. prósenta atkvæða.
Skyldi Árni Páll líta svo að að það hafi ekki verið fullnægjandi og rétt væri að Svíum að fara að huga að því að greiða atkævði aftur?
Eða var innganga svía ekki lýðræðisleg?
Maastricht sáttmálinn var samþykktur í Frakklandi með rétt ríflega 51% af þeim sem greiddu atkvæði, sem var rétt um 70% þeirra sem voru á kjörskrá.
Það kann að vera erfitt hlutskipti að vera í naumum minnihluta, og þurfa að sætta sig við að meirihlutinn ráði. Það er einmitt þess vegna sem það er mikilvægt að gefa einstaklingum, eins mikil yfirráð og kostur er yfir sjálfum sér og sínu lífi.
En það koma þó alltaf tilvik sem útheimta að einfaldur meirihluti ráði, hjá því verður ekki komist í lýðræðissamfélögum.
En það er líka merkilegt að fylgjast með þeim sem á "hátíðarstundum" tala fjálglega um beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur, telja þær óþarfar þegar þær skila ekki "tilætlaðri" niðurstöðu.
Breska þjóðaratkvæðið furðuflipp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2016 | 15:52
Til hamingju Ísland - og Guðni
Hér hefur ekkert verið bloggað í næstum hálft ár. Fyrir því liggja ýmsar ástæður sem ekki verða tíundaðar hér.
En það er vel við hæfi að byrja á því að óska íslendingum til hamingju með nýjan forseta og Guðna með góða kosningu.
Ég hygg að Guðni hafi möguleika á því að verða forseti flestra, ef ekki allra íslendinga.
Ég óska honum til hamingju með kjörið og óska honum farsældar og velgengni í starfi.
Tilfinningin er einstök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)