Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Stúlkur og vísindi

Það er kunnara en frá þurfi að segja að hið opinberir aðilar um víða veröld eru sínkt og heilagt í alls kyns herferðum, til að lagfæra mannlífið.  Alls kyns opinberar og hálfopinberar stofnanir eru eilíflega að uppgötvaeitthvað sem að þeirra mati má betur fara og telja að sjálfsögðu enga betur til þess fallna að lagfæra það en sig sjálfa, svo lengi sem senda má skattgreiðendum reikninginn.

Evrópusambandið er að sjálfsögðu ekki eftirbátur eins né neins í þessum fræðum og á þess vegum eru metnarðarfullar herferðir um hin aðskiljanlegustu málefni.  Nú mun m.a. vera í gangi hjá "Sambandinu" herferð til að auka þátttöku stúlkna í vísindum.  Til að ná því markmiði var myndbandið sem er hér að neðan m.a. framleitt.

Þegar horft er á myndbandið er ekki hægt annað en að skellihlægja.  Það vantar ekki að það er fagmanlega unnið og líklega hefur ekki verið skorið við nögl hvað kostnaðinn varðar.  En eitthvað hefur  farið úrskeiðis í hugmyndavinnunni, því þetta myndband er eins langt frá því að hvetja stúlkur til menntunar og starfa í vísindum og hugsast getur að mínu mati.  Það er líklegra að það hafi þveröfug áhrif. 

Reyndar voru viðbrögðin við því slík að myndbandið var fjarlægt af vef "Sambandsins"  eftir að hafa verið þar fáeina daga.

Það eina sem ef til vill skyggir á hláturinn, er ef viðkomandi er skattgreiðandi í einum af löndum "Sambandssins" og þurfti því að taka þátt í að fjármagna framleiðsluna.


Gefið utanundir með fiski

Auðvitað ætti það ekki að koma neinum á óvart að makríldeilan valdi vandræðum í aðlögunarrviðræðum Íslands að Evrópusambandinu og í raun stoppi þær.  Það sem ætti að koma á óvart er að aðildarflokkarnir, Samfylking og Vinstri græn, hafa haldið því fram að engin tengsl séu að milli.

Það hlýtur að vera öllum ljóst að það er erfitt að semja um aðlögun á einu borði, en standa í harðvítugum deilum á næsta borði.  Sé deilan ekki í lykta leidd áður en aðild Íslands yrði að veruleika (ef svo illa færi) þá væri Evrópusambandinu í raun fært sjálfdæmi í málinu, enda myndi ákvörðun um kvóta færast þangað.

Sögusagnir um að Steingrímur og Össur hafi ákveðið að skipt um forystumann Íslensku samninganefndarinnar, vegna þess að sá fyrri hafi staðið fast á hagsmunum Íslendinga, fá aukið vægi þegar þessi frétt er lesin.

Það er ekkert óeðlilegt að deilur verði þegar fiskistofnar breyta hegðun sinni.  Þjóðir sem hafa nýtt stofninn lengi eiga ekki sömu hagsmuni og þjóð sem ræður yfir hafsvæði, þangað sem fiskistofn hefur að hluta til fært sig. Ég held að óhætt sé að fullyrða að yfirráð yfir hafsvæði er sterkara í hefðinni.  Það breytir því ekki að auðvitað þarf að ná samkomulagi.  En það er engin ástæða til annars en að standa eins fast á rétti þjóðarinnar eins og mögulegt er.

Það er sorglegt ef ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrin grænna er að hugleiða að gefa eftir í þessari deilu, aðeins til að liðka fyrir aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið.

Ef til vill er sú staða þó upplýsandi um hvernig staða Íslands yrði ef ríkisstjórnin næði markmiði sínu og aðild Íslands að "Sambandinu" yrði að veruleika.

Það er hollt að velta því fyrir sér hvernig þessar umræður um makrílveiðar hefðu farið fram ef Ísland væri þegar aðili að "Sambandinu".

Það reynir á ríkisstjórnina í þessari deilu, og hefur reynar gert.  Fram að þessu hefur framganga hennar verið afar slök, reynt hefur að blekkja þjóðina og láta eins og þetta sé eitthvað smáatriði sem ekki skipti miklu máli.  Það sama var uppi á teningnum hvað varða IceSave deiluna.

En sannleikurinn kemur yfirleitt fram fyrr eða síðar. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og hvernig ríkisstjórnin höndlar málið. Hvað er hún reiðubúin að gefa eftir til að ná markmiði sínu um aðild að Evrópusambandinu?

P.S. Makríldeilan er eins og kinnhestur á vanga "Sambandsflokkana", sem ný sitja í ríkisstjórn.  Mér flaug í hug hin aldna íþrótt "fish slapping" þegar ég var að skrifa þessa færslu.  Michael Palin fullyrðir að Vigdís Finnbogadóttir sé framarlega í þeirri íþrótt, en þó minnist ég þess ekki að hafa heyrt mikið um ástundun Íslendinga.  Ríkisstjórnin Íslenska hefur þegar verið slegin utanundir með makrílnum, við bíðum og sjáum hvort hún svari fyrir sig.  Forsagan gefur ekki mikla ástæðu til bjartsýni.

Hér að neðan eru tvö myndbönd sem fjalla um "fish slapping", bæði öldungi frábær.  Takið vel eftir teiknuðu persónunni sem kemur fyrir í upphafi efra myndbandsins.


mbl.is Strandar á makríldeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðsöngurinn í bjór og moll

Þjóðhátíðardagur Kanada var í gær. Því er frí hér í dag (hljómar svolítið skringilega ekki satt?). Af tilefni dagsins lét Molson bjórframleiðandinn gera auglýsingu, þar sem Kanadíski þjóðsöngurinn er leikinn á hljóðfæri sem eru öll smíðuð úr bjórumbúðum.

Skemmtilega "orginal" auglýsing.

Til þess að allt sé upp á borðum, er rétt að taka fram að ég hef hér engra hagsmuna að gæta, á engin hlutabréf í Molson, né drekk þá tegund af bjór.

Hitt má líka koma fram að vinur minn og ættingi, Kyle Guðmundson, sem er nýfluttur aftur til Kanada eftir að hafa búið á Íslandi um nokkurra ára skeið, vann að auglýsingunni.


Ætli skattgreiðendur séu fagnandi?

Nú er talað um að nauðsynlegt sé að neyðarsjóðir á vegum Eurolandanna geti lánað fé til banka með beinum hætti án afskipta ríkissjóðs viðkomandi lands, þar sem bankarnir eru starfræktir.

Það hlýtur að vera mikið fagnaðarefni fyrir skattgreiðendur í löndum s.s. Finnlandi, Þýskalandi, Hollandi, Slóveniu og Eistlandi, að skattpeningar þeirra séu notaðir til að fjármagna og ábyrgjast sjóði sem lána einkafyrirtækjum í bankarekstri á Spáni (og ef til vill víðar)peninga.

Á sama tíma er í mörgum þessum löndum gengið býsna hart fram í niðurskurði á vegum hins opinbera innanlands.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband