Ætli skattgreiðendur séu fagnandi?

Nú er talað um að nauðsynlegt sé að neyðarsjóðir á vegum Eurolandanna geti lánað fé til banka með beinum hætti án afskipta ríkissjóðs viðkomandi lands, þar sem bankarnir eru starfræktir.

Það hlýtur að vera mikið fagnaðarefni fyrir skattgreiðendur í löndum s.s. Finnlandi, Þýskalandi, Hollandi, Slóveniu og Eistlandi, að skattpeningar þeirra séu notaðir til að fjármagna og ábyrgjast sjóði sem lána einkafyrirtækjum í bankarekstri á Spáni (og ef til vill víðar)peninga.

Á sama tíma er í mörgum þessum löndum gengið býsna hart fram í niðurskurði á vegum hins opinbera innanlands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hlýtur að enda í borgarastyrjöld í Evrópu ef menn fara ekki að viðurkenna að evran er misheppnað fyrirbæri og setja hana í controlled crash. áður en það verður uncontrolled.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband