Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Málefnaleg umræða?

Ég hef séð það á netinu á fleiri en einum stað þeir sem eru hvað ákafastir um aðild Íslands að "Sambandinu" eru að hvetja til "málefnalegrar" umræðu, sem verður þó líklega að teljast frekar loðið og teygjanlegt hugtak.

En skyldi það vera stórt skref í þá átt að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn VG segi hug sinn hvað málið varðar?  Sbr. þessa frétt.


Búinn að kjósa

Gerði það reyndar fyrir nokkrum dögum.  Búinn að setja kjörseðilinn í umslag og nú verður hann sendur af stað í express pósti seinna í dag.

Eins og staðan er í dag er ég þeirrar skoðunar að atkvæðagreiðslan verði tvímælalaust að fara fram og ríkisstjórnin eigi í raun að bíða eftir þeirri niðurstöðu sem úr henni fæst.

Varla eru Steingrímur J, Jóhanna og Össur búin að gefa upp alla von að þeirra "glæsilega niðurstaða" verði samþykkt af þjóðinni?  Eða hvað?

P.S. Þó að það skipti ekki meginmáli þætti mér gaman að vita hver eða hverjir það eru sem meta að kynningarefni það sem ríkisstjórnin hefur látið gera sé "hlutlaust"?  Mér þykir líklegt að einhverjum kunni að þykja að efnið uppfylli það skilyrði.


mbl.is Kjörseðlar prentaðir og í dreifingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífið - að mestu í svart hvítu

Ég hef ekki verið eins duglegur með myndavélina síðustu mánuði eins og skyldi, enda ef til vill ekki skemmtilegasti árstíminn til myndatöku, kalt og dimmt.  En það ætti þó ekki að duga sem afsökun.

En samt hef ég tekið einhverjar myndir, yfirleitt í það minnsta á laugardagsmorgnum, það er minn myndatími.

Birti hér nokkrar sem hafa verið teknar á undanförnum vikum.

Eins og áður er hægt að beita músinni á myndirnar og skoða þær stærri á Flickr, ef áhugi er fyrir hendi.

Skywalk Glass Mountain To Our Glorious Dead Chester Hill Road Relaxing on a Saturday Morning In the Window Danger Travelling For Dummies? End of Passion

Ómissandi fólk

Það er vissulega merkilegt að lesa um það að Íslenskur banki telji einstakling sem tengist ótal félögum sem eru ýmist komin í gjaldþrot eða eru á leiðinni í gjaldþrot, ómissandi við rekstur einhvers stærsta fyrirtækis á Íslandi.  Því geti ekki um hann gilt sömu reglur og fyrir aðra Íslendinga, heldur beri honum forskaupsréttur að stórum hluta hlutabréfa sem stendur til að selja í fyrirtæki sem hann hefur átt þátt í að koma á kaldan klaka.

En í höfðinu á mér situr fast lagið hans Magnúsar Eiriíkssonar, Ómissandi fólk.

 


Arfavitlausir þingmenn?

Myndbandið við þessa frétt vill reyndar ekki spilast hjá mér og hættir eftir örfáar sekúndur.  En textinn einn nægir til að sjá hve þessi hugmynd er galin.

Hverjum dettur í hug að breyta því sem kosið er um í miðri kosningu?

Kosning um hina "glæsilegu niðurstöðu" sem ríkisstjórnin býður Íslendingum upp á er þegar hafin.  Þá er of seint að breyta því sem kosið er um.

Hægt væri að fella kosninguna niður og ákveða aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðra tillögu síðar.

Það er ekki nema von að illa sé komið fyrir Íslendingum ef almenn skynsemi þingmanna er ekki meira en hér virðist koma fram.

P.S.  Annars er það ágætis dæmi um hve mikil hringavitleysa IceSave málið hefur orðið í meðförum ríkisstjórnarinnar, að fræðilegur möguleiki er á því að Íslenska þjóðin samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu, verri samning en henni stendur nú til boða.  Hugsið um það!  En vonandi verður það ekki niðurstaðn og Íslendingar vonandi flykkjast á kjörstað og fella samning ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Þjóðaratkvæði um nýjan samning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fá betra tilboð er ekki ásættanlegt

Það hlýtur að vera til marks um hve undarleg staða Íslensku ríkisstjórnarinnnar er, og hve illa hún hefur haldið á málum í IceSave deilunni, að nú þegar betra tilboð en hún hefur áður lagt til að verði samþykkt, berst frá Bretum og Hollendingum, segir stjórnin að það sé ekki ásættanlegt.

Það hlýtur að vera flestum ljóst að hér hefur stjórnarandstaðan í raun völdin í þessu máli og ráðherrar eru þreyttir, ráðvilltir og á undanhaldi.

Bretar og Hollendingar hafa gert ríkisstjórninni ljóst að ríkisstjórnin sé ekki aðili sem þeir kæri sig um að semja við.  Samningurinn verði að njóta óskoraðs stuðnings Alþingis (og líklega forsetans einnig).

Það verður ljósara með hverjum deginum hve illa ríkisstjórnin hefur haldið á málinu og hve langt hún var reiðubúinn til að ganga, hve miklum hagsmunum Íslendinga hún var reiðubúin til að fórna.

Helmingur ráðherrana virðist helst hafa haft af því áhyggjur að ekkert mætti verða til að standa í vegi fyrir umsókn Íslands að "Sambandinu", hinn helmingurinn hefur líklega ekki viljað hafa "þetta hangandi yfir sér".

En slagorðið "vanhæf ríkisstjórn" hefur líklega aldrei átt betur við en núna.


mbl.is Tilboðið ekki ásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjað á ný

Það eru liðnir ríflega þrír mánuðir síðan hér var ákveðið að gera all nokkurt hlé á skriftum.  Ástæður þess verða ekki raktar hér en nú hefur verið ákveðið að þráðurinn verði tekinn upp að nýju.

Eins og áður mun efniviðurinn sóttur um víðan völl og engar reglur gilda.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband