Arfavitlausir þingmenn?

Myndbandið við þessa frétt vill reyndar ekki spilast hjá mér og hættir eftir örfáar sekúndur.  En textinn einn nægir til að sjá hve þessi hugmynd er galin.

Hverjum dettur í hug að breyta því sem kosið er um í miðri kosningu?

Kosning um hina "glæsilegu niðurstöðu" sem ríkisstjórnin býður Íslendingum upp á er þegar hafin.  Þá er of seint að breyta því sem kosið er um.

Hægt væri að fella kosninguna niður og ákveða aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðra tillögu síðar.

Það er ekki nema von að illa sé komið fyrir Íslendingum ef almenn skynsemi þingmanna er ekki meira en hér virðist koma fram.

P.S.  Annars er það ágætis dæmi um hve mikil hringavitleysa IceSave málið hefur orðið í meðförum ríkisstjórnarinnar, að fræðilegur möguleiki er á því að Íslenska þjóðin samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu, verri samning en henni stendur nú til boða.  Hugsið um það!  En vonandi verður það ekki niðurstaðn og Íslendingar vonandi flykkjast á kjörstað og fella samning ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Þjóðaratkvæði um nýjan samning?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Icesave-stjórnin telur að Íslendingar séu almennt jafn heimskir og þeirra eigin stuðningsmenn. Þess vegna koma þeir með hverja delluna á fætur annari, en rugla enga í ríminu nema sjálfa sig.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.2.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband