Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
13.10.2009 | 22:06
Af samkeppni á Íslandi?
Náði loks að horfa á Silfur Egils á netinu í dag.
Það sem stóð upp úr annars frekar slöppum þætti var gott viðtal við Friðrik Friðriksson um samkeppnismál, aðallega í smásölu á Íslandi.
Ég hugsa þó að fátt hafi komið þeim á óvart sem fylgjast með þeim geira, en viðtalið engu að síður ákaflega þarft.
Nú er fyrrverandi stjórnarformaður Samkeppnisefitirlitsins (eða hvað sú stofnun heitir nú á Íslandi) orðinn viðskiptaráðherra.
Eiga menn von á breytingum?
6.10.2009 | 15:25
Jón og Jóhanna - aftur og nýbúin
Það er gott að Jóhanna er farin að tala við fjölmiðla, sérstaklega erlenda fjölmiðla, enda sjaldan verið mikilvægara að rödd Íslands heyrist á alþjóðavettvangi en nú.
En það væri óskandi að þetta viðtal í FT hefði verið fyrr, öflugra og að Jóhanna hefði eitthvað nýtt fram að færa. Þetta viðtal er óttalegt "þunnildi". En það er vissulega betra en ekkert að heyra Jóhönnu fordæma framgöngu IMF og Norðurlandaþjóðanna og hvernig Bretar beittu Íslendinga óréttmætu harðræði, með notkun hryðjuverkalaganna. Hún bendir líka réttilega á (eins og svo margir á undan henni) að ábyrgðin sé ekki öll Íslendinga, þó að Íslendingar geti auðvitað ekki sagt sig frá henni.
En því ríkari ástæða er til að standa á sínu fyrir hönd Íslendinga.
En það er ekki sama "þunnildisyfirbragðið" á annarri grein í FT, þar sem rætt er við m.a. Ögmund Jónasson og gamlan samflokksmann og "vopnabróður" Jóhönnu, Jón Baldvin Hannibalsson.
Þar er haft eftir Jóni, m.a.:
"The government has ended up looking like amateurs who went up against the tough, skilful British and Dutch negotiators and came back with a rotten deal," says Mr Hannibalsson.
Og Ögmundur segir:
"I think if we get rid of the IMF, and the sooner the better, we will rise to our feet again," Mr Jonasson adds, accusing the fund of imposing excessive and hasty budget cuts that will hurt Iceland's long-term competitiveness. "They are behaving like an economic police force acting in the interests of foreign creditors rather the best long-term interests of Iceland."
En svo er auðvitað nokkuð skondið að sjá Davíð Oddson skilgreindan sem "pólítískan guðföður" Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, líklega eitthvað sem hvorugur þeirra hefur átt von á að sjá á prenti, veit ekki með aðra.
En það er fyllsta ástæða til að hvetja alla til að heimsækja vefsíður FT og lesa viðtalið og greinina.
Jóhanna gagnrýnir Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2009 | 14:51
Líst einhverjum vel á fjárlögin?
Ég hef ekki trú á því að nokkrum manni lítist vel á fjárlögin Íslensku, en það er ekki ólíklegt að það sé af mörgum mismunandi ástæðum.
Margir hafa rekið upp ramakvein vegna þess að "þeirra" málaflokkur hefur orðið fyrir "óverðskulduðum" niðurskurði. Við því var að búast. Ráðherrar hafa orðið undrandi á því að sjá tekjustofna í "þeirra" málaflokki í frumvarpinu og þar fram eftir götunum.
Margir eru á því á Hið opinbera eigi að fara mun hægar í sakirnar og safna mun meiri skuldum, hér sé allt of mikill niðurskurður.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki haft tíma til þess að leggjast í miklar stúdíur á fjárlagafrumvarpinu, en af fréttum að dæma færi ég í þann flokk sem finnst ekki nóg að gert. Það þyrfti að skera mikið hraustlegar niður.
Ég held að Íslendingum væri hollt að rifja upp ráð Person, þegar hann kom til Íslands. Að það þurfi að horfast í augu við vandann, betra að reyna að takast á við hann skarpt, skera niður og horfa svo fram á veginn til betri tíma.
Lán og skuldasöfnun eru aldrei ókeypis og allra síst á tímum eins og þessum. Nú er tími til þess að skera "fitulagið" af hinu opinbera, spara útgjöld og ekki síst vaxtagreiðslur og afborganir í framtíðinni.
Líst illa á fjárlögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2009 | 23:36
... en síðan eru liðin mörg ár.
Ég fór í gær á samkomu hjá "Ljósmyndasögufélagi Kanada" (Photographic Historical Society of Canada). Þetta var býsna fróðlegt, mikið af alls kyns söluaðilum að bjóða söguna til sölu, bæði myndir og myndavélar og allt mögulegt og ómögulegt þeim tengt.
Það var hreint með ólíkindum hvað það var mikið af dóti, allt frá gömlum útrunnum framköllurum (þar sem dósirnar töldust safngripir)´ Hasselblad myndavélum sem litu út eins og þar hefðu aldrei verið notaðar, gamlar belgmiklar myndavélar og myndir frá hinum aðskiljanlegustu tímabilum.
Leicur sem voru mismunandi snjáðar þóttu hvað merkilegastar af djásnum þeim sem þarna var boðið upp á, en það mátti fá myndavélar frá 5 dollurum og upp í nokkur þúsund. Einn söluaðili vildi reyndar endilega gefa mér gamalt og lúið flass, sem ég nennti þó ekki að draga með mér heim.
Á milli borða gekk fólk á öllum aldri, handlék dýrgripi og prúttaði um verð, með misjöfnum árangri.
Sjálfur gekk ég um og skoðaði, ætlaði ekki að kaupa nokkurn hlut. En ég stóðst ekki mátið þegar ég sá Olympus OM10, sem leit út sem ný. Með henni var 50mm, 1.8 Zuiko linsa. Keypti hana á 30 dollara. Fann svo í öðrum bás ónotaða Olympus tösku fyrir hana á 5 dollara og "hálsband" á dollar. Býsna vel af sér vikið. Nú þarf ég eingöng að finna manual adapterinn á vélina til þess að vera eins græjaður og ég var þegar ljósmyndaáhuginn byrjaði fyrir alltof mörgum árum.
En það var vissulega gaman að handleika OM10 aftur. Með henni komu margar minningar. Líklega þarf ég að fara út í búð og athuga hvort þeir eigi ekki enn þá Tri-X.
Ljósmyndun | Breytt 6.10.2009 kl. 02:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)