Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
30.4.2008 | 23:47
Lifi byltingin - í smásölu
Það styttist í það að "stúdentaóeirðirnar í París" eigi 40. ára afmæli. Líklega mun hin svokallaða "68 kynslóð" sömuleiðis telja sig eiga afmæli í ár.
Það hafa margir sagt að engin kynslóð hafi "umturnast" sem sú "kynslóð". Öngvir "byltingarmenn" hafi orðið meiri "kapítalistar" en einmitt "68 kynslóðin".
Það er ef til vill í þeim anda sem Fauchon, eitt af höfuðvígjum Franskrar borgarastéttar býður upp á sérstaklega framleiddan "tebauk" af tilefni af þessu 40 ára afmæli.
En það hefur reyndar komið fram í fréttum að þetta þyki nokkuð kaldhæðnislegt, því að Maósistar réðust einmitt inn í verslun Fauchon í miðborg Parísar, í maí 1970, og dreifðu gæsalifrarkæfu og öðru góðgæti til "alþýðunnar" í nafni byltingarinar.
En stundum étur byltingin börnin sín, í öðrum tilfellum býðst börnunum að drekka byltinguna - í teformi.
30.4.2008 | 18:06
Lesbískur karlmaður ekki sáttur
Ég gat ekki að því gert að ég fór að hlægja þegar ég las þessa frétt, þó að sjálfsagt sé málsaðilum ekki hlátur í huga.
Við höfum heyrt af baráttu margra til að fá einkarétt á staðarnöfnun í nafni matvæla, sumir segja að pizza sé ekki pizza nema hún sé gerð á Ítaliu, sherry geti ekki verið nema frá Jeres, allir þekkja champagne og cognac deilur og þar fram eftir götunum.
En hverjir hafa rétt á því að kalla sig "Lesbians"?
Íbúarnir á eynni Lesbos, sem segjast einmitt hafa verið "Lesbians" í þúsundir ára hafa nú mótmælt notkun samtaka samkynhneigðra Grískra samtaka á heitinu, segja það tilheyra sér.
Það er alltaf eitthvað sem styttir manni stundir í amstri dagsins.
"A Greek court has been asked to draw the line between the natives of the Aegean Sea island of Lesbos and the world's gay women.
Three islanders from Lesbos home of the ancient poet Sappho, who praised love between women have taken a gay rights group to court for using the word lesbian in its name.
One of the plaintiffs said Wednesday that the name of the association, Homosexual and Lesbian Community of Greece, "insults the identity" of the people of Lesbos, who are also known as Lesbians."
""My sister can't say she is a Lesbian," said Dimitris Lambrou. "Our geographical designation has been usurped by certain ladies who have no connection whatsoever with Lesbos," he said."
""This is not an aggressive act against gay women," Lambrou said. "Let them visit Lesbos and get married and whatever they like. We just want (the group) to remove the word lesbian from their title."
He said the plaintiffs targeted the group because it is the only officially registered gay group in Greece to use the word lesbian in its name. The case will be heard in an Athens court on June 10.
'Lesbians for thousands of years'
Sappho lived from the late 7th to the early 6th century B.C. and is considered one of the greatest poets of antiquity. Many of her poems, written in the first person and intended to be accompanied by music, contain passionate references to love for other women.
Lambrou said the word lesbian has only been linked with gay women in the past few decades. "But we have been Lesbians for thousands of years," said Lambrou, who publishes a small magazine on ancient Greek religion and technology that frequently criticizes the Christian Church."
P.S. Breytti fyrirsögninni, fannst réttara að hafa hana á Íslensku.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2008 | 17:33
Að velja sér viðskiptavini
Stundum velti ég því fyrir mér hvort að fyrirtæki hafi rétt á því að velja sér viðskiptavini. Hvað er mismunun?
Er það til dæmis ólöglegt að halda karla og kvennakvöld? Er það mismunun þegar öðru kyninu er ekki hleypt inn á skemmtistað? Er ólöglegt að hafa skemmtistað bara fyrir karlmenn eða konur?
Hvað er rétt að ganga langt til þess að heimurinn sé "PC"?
Þessum þankagang skaut aftur upp í kollinn á mér þegar ég sá þessa frétt Globe and Mail.
Er ekki rétt að vilji til viðskipta þurfi að vera gagnkvæmur? Er ekki best að viðskipti fari þannig fram að bæði seljandi og kaupandi séu sáttir og ánægðir með viðskiptin. Eiga seljendur ekki rétt á því að velja sér viðskiptavini?
Hvar liggja mörkin?
A Montreal gay bar that caters to male clients has settled a discrimination complaint with a woman who was thrown out of the premises.
Bar Le Stud and Audrey Vachon, the 21-year-old woman who launched the complaint, agreed to keep the terms of the settlement confidential.
Quebec's human rights commission says businesses have the right to attract a particular clientele but not to discriminate by excluding other customers.
Ms. Vachon sat down at the bar with her father for an afternoon beer a year ago when staff told them women were not allowed.
Le Stud owner Michel Gadoury said at the time women had been banned most nights since the bar opened 11 years ago.
30.4.2008 | 17:20
Að ganga á guðsmanns vegum
Það er ekki skrýtið að Obama reyni að setja fjarlægð á milli sín og sóknarprests síns. Yfirlýsingar sóknarprestsins hjálps Obama ekki baráttunni, hvorki nú í forkosningunum, eða síðar ef hann fer fram sem frambjóðandi democrata.
En er presturinn að segja eitthvað sem hann hefur ekki sagt áður?
Hefur ekki Obama setið undir ræðum þessa prests í u.þ.b. 20. ár? Eða hefur hann aðeins verið hálfdottandi í kirkju á sunnudagsmorgnum?
Sjálfum þykir mér ekki ótrúlegt og í raun ekki óeðlilegt að einhverjir snúi baki við Obama fyrir vikið. Bæði vegna þeirrar staðreyndar að trúmál spila stóra (og óþægilega að mínu mati) rullu í Bandarískum stjórnmálum. Ég hef það einnig á tilfinningunni að margir þeir sem finnst að draga þurfi úr áhrifum kirkju í Bandarískum stjórnmálum styðji Obama, og þyki því óþægilegt þegar presturinn "hans" er svo yfirlíysingaglaður.
Sjálfur held ég að ég geti fullyrt að ef ég væri að velja á milli frambjóðenda (t.d. á Íslandi) þá myndi það ótvírætt virka neikvætt á mig ef frambjóðandi hefði sterk tengsl við "ofsatrúarsöfnuð". Mín skoðun er einfaldlega að best sé að skýr skil séu á milli stjórnvalda og trúarsöfnuða.
Þetta breytir þó ekki þeirri skoðun minni að ég vil sjá Obama og McCain kljást um forsetaembættið.
Obama snýr baki við prestinum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2008 | 17:06
Kynleg bænastund
Ég er alltaf að rekast á eitthvað sem kemur mér á óvart þegar ég "krúsa" netið. Fyrirfram hefði ég ekki lagt peninga undir á að kynlífshneyksli væru á meðal þess sem stjórnin í Tehran þarf að kljást við, í landi þar sem eru "engir samkynhneigðir" ógift pör fá aðvaranir fyrir að haldast í hendur og sektir liggja við því að konur séu án "slæðu"og allir með guðsorð á vörunum hljóta líkurnar að vera því sem næst engar, eða hvað.
En þá rakst ég á þessa frétt á vef Spiegel.
En þegar ég leiði hugann að því hver refsingin geti orðið fyrir að láta naktar vændiskonur fara með bænir til guðs, þá virkar "lausnin" sem ýað er að í síðustu setningunni í í fréttinni því sem næst "mannúðleg".
"General Reza Zarei, Tehran's chief of police, has been under arrest in Iran since mid-March for a curious scandal: He was caught in a brothel with six prostitutes. One of the women involved says Zarei, 52, asked the group to remove their clothes, "stand in a row in front of him and pray naked."
The trouble for Zarei -- and President Mahmoud Ahmadinejad, who hired him -- is not just that he's chief of police in the Iranian capital. He's also in charge of vice crime. He should have been arresting the prostitutes, not paying them for kinky prayers.
The one-time chief of police in the northern province of Gilan was raised to one of the nation's top law-enforcement posts three years ago, reportedly with Ahmadinejad's patronage. His harsh moral sermons on state TV have made him famous. Fashionable young women who let their headscarves slip down around their necks were subject to his strict enforcement of Iran's dress code, and his office gave out an estimated 35,000 warnings -- to unmarried couples, for example, who held hands."
"Until recently, conservative Iranians even denied there was prostitution in Iran. The government also denied at first that Zarei had been arrested. But reports about the scandal began to appear on Persian-language Web sites and local newspapers until Iran's Justice Department confirmed Zarei's arrest in mid-April."
"Prostitution in Iran -- an Islamic theocracy -- is against the law. Harsh punishments for prostitutes as well as their customers include not just jail but execution. The business flourishes anyway. Thousands of women reportedly work in the 12 million-strong capital of Tehran. On Motahari Street, in the wealthy northern part of the city, the price for an hour of sex ranges from 20 to 50 ($31 to $78).
Last Wednesday it was reported that Zarei committed suicide in jail, raising speculation that an inconvenient Tehran insider had been liquidated. Tehran, though, says Zarei is still alive."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 17:12
Matvælaverð lækkar
Miðað við allar þær óhagstæðu fréttir sem berast úr flestum heimhornum (hef reyndar of velt þessu fyrir mér með hornin á hnettinum) þá verður efnahagsástand hér í Kanada að teljast með ágætum. Þó vissulega megi heyra svartsýni hér sem annars staðar, er flest sem bendir til þess að efnahagurinn hér standi traustum fótum.
Húsnæðisverð hér er nokkuð stöðugt, hækkar rólega (þó vissulega misjafnt eftir svæðum og líklega er verðlínan flöt um þessar mundir) og líkur á hruni taldar litlar (sjá graf hér.), landið er ríkt af auðlindum, en verð þeirra flestra er í sögulegu hámarki, sérstaklega olíu, en einnig á málmum, áburði, korni og fleira mætti tína til. Gjaldmiðilinn er sterkur (það hefur reyndar neikvæði áhrif á útflutning), og það sem meira er, sá styrkleiki skilar sér á sumum sviðum alla leið til neytenda.
Þannig má lesa í frétt Globe and Mail að matvælaverð hafi lækkað í Kanada, ekki stórkostlega, aðeins um 0.3%, en þegar litið er til hækkana á sumum vörutegundum, telst það nokkuð gott. Verðbólga í landinu mælist nú 1.4%, ekkert land innan OECD býr við lægri verðbólgu að Japan undanskyldu.
Í fréttinni má lesa m.a.:
Total inflation in March was 1.4 per cent compared to a year ago, with food prices actually dropping 0.3 per cent, and energy prices rising just 5.4 per cent. Core inflation was 1.0 per cent.
For both total and core inflation, Canada was the second lowest of the entire OECD, which groups the world's most industrialized countries. Japan, which has struggled for years to fend off deflation, showed total inflation of 1.2 per cent in March, and core inflation of 0.2 per cent.
The highest inflation rates were seen in Iceland and Turkey, both of which are dealing with current account deficits and financial turmoil.
Canada's remarkably low inflation is due mainly to the rise of the Canadian dollar over the past year. Imports are cheaper for Canadian buyers, pushing down domestic prices for goods especially cars and food, especially fruits and vegetables.
The appreciation of the currency has also muted the rise in energy and gasoline prices. Competition among grocery stores has also kept food prices low at a time when many countries are dealing with unrest and export controls because of soaring food prices. Even in the European Union, food prices were 6.9 per cent higher in March compared to a year ago, the OECD figures show.
Feitletranir eru blogghöfundar.
28.4.2008 | 20:12
Persónur og leikendur
Flestir hafa líklega heyrt af "eggjakasti Stöðvar 2" og eftirköst þess. Ég hlustaði í gærkveldi á vitöl við Láru Ómarsdóttur, fannst hún koma vel fyrir, útskýra vel sitt mál og hafa tekið rétta ákvörðun.
En nú í dag sá ég þessa frétt á Eyjunni, sem rekur uppruna sinn til Vefritsins.
Í greininni í Vefritinu segir orðrétt:
Hið meinta grín á sér hins vegar hliðstæða sögu sem var lítið grín, enda ekki tekin upp. Ekki ósvipuð atburðarás varð við ráðhús Reykjavíkur í janúar. Þegar boðuð mótmæli áttu að vera hafin var fátt að gerast fyrir utan ráðhúsið. Mótmælendur höfðu komið sér fyrir inni í húsinu enda vont veður og fólk stóð þar inni þögult og grafalvarlegt. Eitthvað þótti þetta óáhugavert sjónvarpsefni fyrir fréttastofuna sem hafði dröslað öllu sínu hafurtaski niður í bæ. Fréttamaðurinn skammaðist í þeim sem honum þótti bera ábyrgð á samkomunni og bað um að safnað yrði saman hópi fólks fyrir utan húsið sem væru með almennileg mótmæli fyrir myndavélarnar. Og það var gert.
Gjörningur fréttamannsins hafði ekki áhrif á eftirleikinn en gaf tóninn fyrir fréttir af mótmælunum.
Það er kannski ekki skrítið að fréttamenn freistist til svona leikstjórnartilburða, enda grútleiðinlegt að eyða hálfum vinnudegi í að segja ekki-fréttir. Íslenskir stríðsfréttaritarar hafa þar að auki ekki úr mörgu að moða. Auk þess, og það sem er áhugaverðast, verður skemmtanagildi frétta sífellt mikilvægara og samkeppni milli fréttastofa gerir það að verkum að fátt kemst í fréttir nema það sé í melódrama- eða sirkuslíki.
Persónulega finnst mér þetta ákaflega alvarleg fullyrðing. Ekki kemur fram hvor sjónvarpsfréttastofan á í hlut. En ásökunin er alvarleg.
Síðan má bæta við þeirri frásögn Péturs Gunnarssonar í sjónvarpi, að sjónvarpsfréttamaður hefði beðið Björn Bjarnason að endurtaka það þegar hann heilsaði upp á áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún hrapaði í sjóinn skammt frá Straumsvík. Björn á að hafa svarað að þetta væri ekkert leikhús.
Ég held að bæði RUV og Stöð 2 verði að framkvæma innanhússrannsókn hvað sviðsetningar varða. Er slíkt athæfi útbreitt? Er algengt að Íslendingum sé boðið upp á "sviðsettar" fréttir? Er siðferði Íslenskra fréttamanna stórlega ábótavant?
Ég tel að báðar fréttastofurnar þurfi að útskýra fyrir bæði áhorfendum og starfsfólki sínu hvaða reglur gilda við fréttaöflun. Ef starfsmenn hafa brotið þær ítrekað, eða gert sig líklega til þess, þarf að taka á því með viðeigandi hætti. Engin fréttastofa má við því að trúverðugleiki hennar sé settur í slíka hættu.
P.S. Best færi á því að greinarhöfundurinn á Vefritinu, Eva Bjarnadóttir, greindi frá því um hvaða fréttamann hún er að skrifa og frá hvaða fréttastofu, annars liggja etv. margir saklausir fréttamenn undir grun.
27.4.2008 | 17:06
Komnir á kunnuglegar slóðir
Það er fátt meira hressandi en að rölta niður í kjallara ásamt heimasætunni í morgunsárið og sjá Ferrari vinna formúlukeppni 1 - 2. Það er yfirleitt ávísun á góðan dag.
Þetta stefnir allt í réttar áttir. Kimi eykur forskot sitt, Massa kominn í fjórða sætið og Ferrari á topinn í keppni bílsmiða.
Næst er það síðan Istanbul, sem ætti að kæta Massa, sem hefur alltaf gengið vel þar. Massa vann þar 2006 og 7. 2005 var það Kimi, þá fyrir McLaren. Það hafa því ekki aðrir en núverandi Ferrariökumennirnar borið sigur úr býtum í Istanbul. Það kæmi mér því ekki á óvart að við næðum þriðja 1-2 sigrinum í röð.
Það var leiðinlegt að sjá Alonso detta úr leik, hefði bæði verið gaman og gott að sjá hann í þriðja eða fjórða sætinu, en Renault átti ekki góðan dag, og leiðinlegt fyrir Alonso að detta úr leik á heimavelli eftir ágætis akstur.
Hamilton skilaði sínu vel, en það var hrikalegt að sjá bíl Kovalainen hverfa inn í dekkjavegginn, en sem betur fer lítur út fyrir að hann hafi ekki hlotið alvarleg meiðsli.
Kubica heldur áfram að sanka að sér stigum, en Heidfeld varð fórnarlamb ákaflega óréttlátar reglu um þjónustuhlé á meðan öryggisbílinn er úti. En það þýðir ekkert að þrefa við dómarana, eða reglurnar.
Mér sýndis af þvi atkviki þegar Bourdais og Piquet skullu saman að Red Bull veiti ekki af því að láta athuga speglana hjá sér, það er ekki einleikið hvað bílarnir þeirra lenda í keimlíkum árekstrum.
Räikkönen öruggur - Ferrari fagnar margfalt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2008 | 05:15
Veruleikinn og væntingar
Þessi könnun er að mörgu leyti athygliverð, en þó ekki hálft eins athygliverð og viðbrögð margra hafa verið við henni. Þegar könnunin birtist snemma í síðustu viku hlupu margir upp til handa og fóta og byrjuðu að tala um flengingu hjá Samfylkingunni og að þeir væru meðal "9%" sem hefðu yfirgefið Samfylkinguna og þar fram eftir götunum. Sumir slógu því upp að Samfylkingin væri komin með "Framsóknarheilkenni".
Ég verð nú reyndar að taka það fram að mér væri það ósárt að Samfylkingin væri flengd, en get þó ómögulega verið sammála þeim greiningum sem meina að Samfylkingin sé að tapa miklu fylgi vegna vanefndra kosningaloforða.
Það hefur að vísu lengi loðað við Samfylkinguna að rugla saman kosningaúrslitum og skoðanakönnunum, því er ágætis tækifæri að að leiðrétta fyrir þá örlítið þennan misskilning.
Ef ég man rétt, þá fékk Samfylkingin 26.8% í síðustu kosningum, sem skilaði þeim 18 þingmönnum. Ef ég les rétt út úr þeirri könnum sem er hengd við þessa færslu, er fær Fylkingin nákvæmlega sama fylgi í þessarri könnun. Því hefur enginn þeirra sem kaus flokkinn í síðustu kosningum yfirgefið flokkinn nema að nýr kjósandi hafi jafnharðan komið í staðinn. Ef einhverjir sem eru óánægðir með framgöngu Fylkingarinnar í umhverfismálum hafa yfirgefið flokkinn, hafa aðrir (sem eru þá væntanlega ánægðir með eitthvað annað, (t.d að útlit er fyrir að byggð verði álver) komið í staðinn.
Hitt er þó vissulega ljóst að fylgi Samfylkingar hefur minnkað frá síðustu könnun, en ég endurtek að það er heillavænlegra fyrir flokka að taka þær ekki of bókstaflega, þó að vissulega megi draga af þeim ályktanir. En þingmenn vinnast ekki í skoðanakönnunum og tapast ekki heldur.
Þannig er fylgi Frjálslyndra og Framsóknarmanna ennþá undir kjörfylgi í könnuninni, en VG vinnur umtalsvert á frá kosningum. Ekki er minnst á Íslandshreyfinguna, sem er líklega gleymd.
En fyrst er verið að tala um "Framsóknarheilkenni", þá verður það að viðurkennast að flokkum sem ganga glannalega fram í kosningaloforðum, er vissulega hætt við því að fylgið minnki ef þeir komast í stjórn.
Þannig var það vissulega að nokkru marki með Samfylkinguna í síðustu kosningabaráttu. Allt átti að breytast. Það ætti að verða frítt í Hvalfjarðargöngin, það ætti að bora gjaldfjáls Vaðlaheiðargöng, það var flutt tillaga á síðasta kjörtímabili um að lækka bensíngjaldið, engan átti að skipa í embætti vegna flokkstengsla, námsbækur áttú að verða ókeypis í framhaldsskólum, stimpilgjöld átti að afnema, endurvekja átti strandsiglingar, efla átti Íslenskan landbúnað, utanríkisráðuneytið hafði að mati flokksins bólgnað allt of mikið út,
Álver á Bakka og í Helguvík áttu ekki að verða að veruleika. Svona mætti lengi áfram telja.
Skoðið þetta hér.
En þegar allt er lagt undir í kosningum, og því sem næst öllu lofað í þeirri von að hífa fylgið upp, er hætt við því að einhverjir verði fyrir vonbrigðum þegar lítið verður úr efndum að kosningum loknum.
Þá er auðvitað algengast og heillavænlegast að kenna samstarfsflokknum um. Það borgar sig engan veginn að viðurkenna að loforðin voru sett fram rétt eins og flokkurinn væri við að ná meirihluta, einn og sér, og að þau yrðu öll efnd, væri lítill möguleiki, næsta enginn.
Hvað þá að enginn möguleiki væri fyrir hendi að stoppa uppbyggingu álvera samkvæmt gildandi lögum. Slíkt er mikið hentugra að kjósendur komist að eftir kosningar. Þá er líka jafnvel hægt að gefa í skyn að það sé samstarfsflokki um að kenna.
Hitt er þó staðreynd, að lýðskrumsflokkum er alltaf nokkuð hætt við "Framsóknarheilkenninu". Það heitir að valda kjósendum vonbrigðum, og byggja upp of háar væntingar miðað við hvað raunveruleikinn býður upp á.
Vinstri grænir sækja á í nýrri skoðanakönnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2008 | 02:28
Lygn streymir Don
Það er líklega flestum kunnugt að þegar kom að því að skíra kennileiti hér í Vesturheimi, voru þeir sem því stjórnuðu ákaflega ófrjóir í hugsun eða kvaldir af sterkum söknuði eftir heimahögunum, nema að hvoru tveggja hafi verið. Þannig má finna hér Norður-Ameríkunni flest borgarnöfn sem þekkt eru frá Evrópu, ár hafa einnig "fjölfaldast" hingað og svo mætti áfram telja.
Þannig kom það til, eftir að við höfðum skila af okkur Foringjanum á leikskólann, etið vel af morgunverðarhlaðborðinu á Eistneska veitingastaðnum, að við Jóhanna brugðum okkur í gönguferð á árbakka Don.
Áin Don rennur um Don dal (Don Valley ) í austur hluta Toronto, og ein af mikilvægustu samgönguæðum borgarinnar liggur niður dalinn (Don Valley Parkway, eða DVP), en samt er ótrúlega fallegt og rólegt að ganga um bakka árinnar. Fuglalíf er töluvert, við sáum bæði endur og cormorants í morgun og að sjálfsögðu fjöldann allan af spörfuglum.
Ágætis göngustígur er um dalinn og er hann mikið notaður bæði af gangandi og hjólreiðamönnum. Þannig er dalurinn hið ákjósanlegasta útivistarsvæði, þó svo að hann sé þéttbyggður og um hann liggi hraðbraut, svo og tvær járnbrautarlínur.
En sumarið hefur verið hér í Toronto nú í rúmlega viku, veðurblíðan hefur verið einstök, rúmlega
20°C síðustu 10. daga eða svo, og gróðurinn og náttúran hefur tekið stakkaskiptum. allt orðið grænt og blóm, gras, tré og annar gróður hefur því sem næst farið "hamförum" undanfarna daga.
Gróðurinn að Bjórá hefur ekki látið sitt eftir liggja, hér er allt í örum vexti, grasið grænt, hindberjarunnarnir vaxa sem aldrei fyrr, krókusar og túlipanar spring út sérhvern dag, rósirnar að byrja að vaxa, liljurnar að koma upp, graslaukurinn og steinseljan kominn upp úr moldinni og svo mætti lengi telja. Kirsuberjatréð í fullum blóma og dálítið af blómum komið á ferskjutréð og plómutréð dafnar sömuleiðis.
Þetta verður næsta örugglega gott sumar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)