Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Það þarf að virkja....

.... til þess að selja raforku til netþjónabús.

Það er hins vegar fagnaðarefni að þeir sem reka slík bú skuli hafa augastað á Íslandi, enda gott mál að dreifa orkusölunni til fleiri atvinnugreina.

En það er hins vegar sitt hvað að íhuga og framkvæma.

Það hefur oft heyrst að hinn eða þessi aðilinn hyggi á starfsemi á Íslandi en lítið orðið úr.  Það á jafnt við álver sem ýmsa aðra starfsemi og "kratískir" iðnaðarráðherrar kannast vel við að lítið hafi orðið úr baráttu þeirri að fá erlend stórfyrirtæki til að fjárfesta á Íslandi.

En það er óskandi að þetta komist á legg, en hitt er líka ljóst að til að selja raforku þarf að virkja.

Það er því áríðandi að það komi skýrt fram hverju menn eru á móti.  Eru menn á móti álverum, "stóriðju", eða almennt á móti virkunum?

Ef þessi fyrirtæki vilja hefjast handa, verða að vera til svör, hvaðan orkan á að koma?

Er ekki best að hefjast handa við að undirbúa fleiri virkjanir?

 

 


mbl.is Væntanleg netþjónabú þurfa álíka raforku og 250 þúsund tonna álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að selja

Bjórárfjölskyldan hefur verið í mikilli yfirreið um sveitirnar hér í nágrenninu undanfarna daga, enda ætlunin að finna sér borðstofuborð sem passar í stofuna og þolir sömuleiðis ágang fjölskyldunnar.  Þeirri leit er nú lokið, gengið verður frá pöntun á föstudaginn, en það sem vakti athygli mína svona umfram borðin er það að allir eru að selja eitthvað í sveitinni.

Ja reyndar ekki alveg allir, en ótrúlega margir.  Þegar ég hugsaði til síðustu færslu hér, þá gladdi það mig að sjá hve margir voru að selja beint.  Brún egg á einum bæ, sýróp á öðrum, maís og annað grænmeti á þeim þriðja, kjöt á þessum bæ og blóm á öðrum.

Sumir voru með lítla söluskála, en aðrir höfðu þetta einfalt í sniðum, bara pallur þar sem á voru nokkrir pokar með tómötum, blómum eða eplum og fólk beðið að setja peningana í gamla vindlakassann sem þarna var við hliðina.  Einfaldara gerist það ekki.

Ég veit ekki hvað skatturinn segir við þessu, en vissulega gerir það öll mál einfaldari hér í Kanada að enginn virðisaukaskatur er á matvælum.

Við keyptum sittlítið af hverju á nokkrum stöðum allt saman yndælis vörur.  Maísinn er ótrúlega góður svona "beint af akrinum" og fátt er betra en að kaupa nýtínd epli, ja nema að tína þau sjálfur.

Það er ljómandi hugmynd að Íslenskir bændur fari að selja beint til neytenda í auknum mæli.

 

 


Horfir til framfara?

Það myndi verða stórt framfaraspor, fyrir bæði bændur og neytendur ef það tækist að efla heimaslátrun í Íslenskum sveitum, og bændur gætu unnið og selt kjöt sitt beint til neytenda.

Það væri án efa heillaríkt að samband bænda og neytenda yrði nánara, það myndi skila sér í auknum skilningi og líklegra betri og örari þróun á framleiðsluvörum bænda.  Það að bændur myndu þannig standa þétt að baki sinni vöru og enginn væri í vafa um hvaðan varan væri upprunin væri líka líklegt til að skila árangri.

Persónulega gæti ég líka trúað því að þetta leiddi til lægra vöruverðs þegar fram liðu stundir, enda treysti ég bændum fullkomlega til að gera þetta á hagkvæmari hátt en milliliðakerfið býður upp á í dag.

Auðvitað má að nokkru leyti segja að þetta sé ekkert nýtt, heldur aðeins lögleg útfærsla á því sem hefur verið að gerast í sveitum landsins í mörg ár.  Alla vegna var það svo að á meðan ég bjó á Íslandi keypti ég gjarna kjöt beint frá bónda og var ekki svikinn af þeim viðskiptum.  Keypti enda af sama bóndanum haust eftir haust.

P.S.  Ekki þekki ég vel til í reglugerðarfargani ESB, en mér þykir það nokkuð merkilegt að það sé spurning um að "endurtúlka" gildandi reglur til að heimaslátrun sé möguleg.  Ef til vill þarf sambandið aðeins að fá sér fleiri "túlka", þá færi reglugerðirnar líklega strax að verða bærilegri.

 


mbl.is Vilja slátra heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband