Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Á sléttunni

Hér hefur ekkert verið bloggað um nokkra hríð.  Skýringin á því eru annir þess sem hér þrýstir á lyklaborð.  Annirnar voru ferðalag sem farið var með alla fjölskylduna á sléttur Kanada, nánar tiltekið til Winnipeg, Gimli og nágrennis.

Winnipeg og sléttan  

Þar skemmtum við okkur vel, hittum mikið af ættingjum og bjuggum í góðu yfirlæti á Radisson í miðborg Winnipeg.  En myndin sem hér fylgir er einmitt tekin út um hótelgluggann, sýnir hluta miðbæjarins og svo "flatneskjuna" eins langt og augað eygir.  En það var nú líklega það sem vakti mesta athygli, því aldrei hefur á séð viðlíka "flatnesku".

En meira af ferðinni síðar.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband