Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006
2.8.2006 | 16:55
Hæglát sumarpólítík - Hverjir fara fram? Hverjir hætta? Fullt af spurningum og fá ef nokkur svör.
Pólítíkin er yfirleitt með rólegasta móti á sumrin, enda yfirleitt í nógu að snúast, sumarleyfi í hámarki og svo framvegis.
Það er þó aldrei svo að ýmsar vangaveltur séu ekki í gangi og ýmsar slúður og gróusögur, missannar eftir atvikum.
Kosning nýs formanns Framsóknarflokksins er yfirvofandi og bættist nýr óvæntur frambjóðandi þar við nýlega.
Persónulega er ég þó þeirrar skoðunar að það það verði verulega óvænt ef Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz verða ekki "forystupar" Framsóknar. "Haukurinn" gefur þó þeim sem vilja láta í ljós óánægju sína tækifæri til að láta hana í ljós. Það gætu orðið þónokkur atkvæði.
Svo er byrjað að fljúga fyrir nöfn sem menn halda eða gætu hugsað sér að sjá í framboði fyrir næstu alþingiskosningar. Ekki er að efa að þar verða margir "kallaðir", en heldur færri útvaldir.
Í fréttum var nýlega til dæmis minnst á hugsanlega frambjóðendur Sjálfstæðisflokks í N-V kjördæminu. Eins og eðlilegt er á þessum árstíma tala hugsanlegir frambjóðendur eins og véfréttir, segja hvorki af né á. Heldur þykir mér þó svar Borgars Þórs klént, menn eiga að sækjast eftir sæti á framboðslista vegna þess að þeir hafa áhuga og metnað til að starfa á Alþingi, ekki vegna þess að þeir séu þrábeðnir um það eða "kallaðir" til starfa. Persónulega finnst mér "fjölda áskorana" "klisjan" afskaplega leiðinleg áheyrnar.
En burtséð frá því, get ég alveg séð bæði Ragnheiði og Borgar Þór taka sæti á listanum, bæði eiga þau þangað fullt erindi.
Það sem margir eru þó að velta fyrir sér varðandi N-V kjördæmið er á hvaða lista Kristinn H. Gunnarsson verður, eða hvort hann verði í framboði. Það er nokkuð ljóst að straumar þeir sem hafa farið á milli Kristins og forystu Framsóknar hafa ekki verið hlýir, og ennfremur að 2. sæti á lista Framsóknar er langt frá því að geta talist öruggt eins og fylgi flokksins er um þessar mundir.
En hvaða flokkur myndi vilja Kristinn í sínar raðir og hvaða flokksmenn væru tilbúnir til að víkja fyrir honum?
Ennfremur hef ég heyrt að Samfylkingin hafi hug á því að bjóða fram sjónvarpskonuna Sirrý (einhver sagði mér að það hefði heyrst á NFS). Hugmyndin væri þá að hún færi fram í Reykjavík suður. Ekki þykir mér skrýtið að Samfylkingin vilji hressa upp á framboðslista sína með þekktu fólki, niðurstöður skoðanakannana, nú 2. mánuði í röð, hlýtur að hafa skotið þeim nokkurn skelk í bringu.
Vandamálið við þessa "hugdettu" hlýtur þó að vera að fyrir er á framboðslistanum nokkuð vösk sveit Samfylkinga, eða þau Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og sjálfur varaformaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson.
Nú þekki ég ekki það vel til að vita hvort einhver af ofangreindum þingmönnum hefur hugsað sér að draga sig í hlé, en þyki það ekki mjög líklegt. Hitt verður svo gaman að sjá, hvaða sæti varaformaðurinn kemur til með að skipa á listanum, eða flytur hann sig um set? Það verður líka að teljast ólíklegt, eins og staðan er í dag, að Samfylkingin auki við sig í Rvk-suður kjördæminu (eða þingmönnum yfirleitt), alla vegna ef miðað er við skoðanakannanir og úrslitin í borgarstjórnarkosningunum, þá væri frekar hætta á því að þingmönnum Samfylkingar fækkaði.
Norð-Austur kjördæmið hlýtur líka að valda mönnum og flokkum heilabrotum. Þar er ákaflega erfitt að stilla upp listum og sætta öll sjónarmið. Spurningar eins og hvort Halldór Blöndal haldi áfram, er eitthvað til í þeim orðrómi að Dagný Jónsdóttir sækist ekki eftir endurkjöri, heyrast nú oft. Ef svo er, getur Framsókn farið fram með Grenvíking í 1. og Siglfirðing í 2., ljóst er að Jón Kristjáns, er að hætta. Margir segja nei, það þurfi austfirðing, nú eða akureyring. En hvað fær Framsókn marga menn í kjördæminu? Ekki var staða þeirra á Akureyri skemmtileg í bæjarstjórnarkosningunum. Þeir fengu þó heldur betri kosningu fyrir austan. Og þá hlýtur líka að vakna spurningin, hvaða austfirðingur?
Ennfremur er orðrómurinn um Kristján bæjarstóra öllum kunnur. Ég þori ekki að spá um það, en segi þó að ef Halldór hættir, hlýtur Kristján að fara fram.
Það hlýtur líka að vera ljóst að Akureyri hlýtur að vera flokkunum nokkuð ofarlega í huga, en ég heyri marga akureyringa ekki vera of hressa með hlut sinn á framboðslistum. En ég bendi þeim á að tilllögur um frambjóðendur má setja hér í athugasemdir.
Ekki er hægt annað heldur en að minnast á þrálátan orðróm um að Bjarni Benedikstsson ætli að hætta á þingi, og snúa sér að viðskiptum. Þó að vissulega yrði eftirsjá að Bjarna á þingi, verður það að mörgu leyti að teljast jákvætt, að "samgangur" sé á milli atvinnulífsins og Alþingis, og þá ekki endilega einstefna. Þingmenn gætu farið til annarra starfa og svo jafnvel boðið sig fram aftur að 4, 8 eða 12 árum liðnum.
Þó er ég ekki viss um að allir þingmenn ættu greiða leið eða erindi inn í atvinnulífið en það er önnur saga.
Ætli ég láti þetta ekki nóg heita af vangaveltum í bili, en kem örugglega inn á framboðsmál í seinni pistlum, enda kosningavetur framundan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2006 | 13:29
Andstæður - Heilsa og lýðræði
Þetta er skrýtin og nokkuð skondin frétt. Það er þó ekkert nýtt þegar fréttir og yfirlýsingar frá Evrópusambandinu eru annars vegar.
Í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að óska Castro bata, en að tengja það saman við bata lýðræðis á Kúbu finnst mér nokkuð skrýtið. Persónulega tel ég þetta tvennt vera ólíklegt til að fara saman. Það er að segja, að á meðan heilsa Castros er góð, er ólíklegt að lífi verði blásið í lýðræði á Kúbu.
En þó að það sé ekki rökrétt að velja á milli lýðræðis þjóðar og heilsu einstaklings, þá held ég að ég væri ekki í vafa ef ég væri um það beðinn. Myndi það ekki hljóma á spænskunni:
Vive la democracia?
ESB óskar Castro og lýðræðinu á Kúbu skjótum bata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2006 | 22:10
Mýtubrjótar
Einn af þeim sjónvarpsþáttum sem ég horfi stundum á þegar sófinn verður athvarf letilífs er "Mythbusters". Það má stundum hafa virkilega gaman af þeim félögum, og uppátækin geta verið ansi skrautleg.
Það ættu líka allir að kannast við að hafa fengið allra handa "flökkusagnir" sendar í tölvupósti, jafnvel með þeim fyrirmælum að senda þær til allra vina sinna, sem við gerum jú stundum.
En á heimasíðu þáttarins má finna ýmis próf, þar sem lesendur geta spreytt sig á því hvernig þeim gengur að greina rétt frá röngu.
En prófin eru hér.
En margar þessar flökkusögur eru með eindæmum lífseigar. En í einu prófanna má til dæmis finna þessa spurningu:
8) Eating chocolate causes acne breakouts.
a) | True | |
b) | False |
Og svarið er: The right answer is false. Contrary to popular belief, there is no link between eating chocolate and acne breakouts. Several scientific studies have disproved this common myth.
Þar hafið þið það, og eru þeir sem hafa verið að baktala súkkulaði vinsamlegast beðnir að hætta því.
Önnur síða sem getur verið gaman að heimsækja, ef viðkomandi hefur gaman af flökkusögnum er www.snopes.com Þar er til dæmis sérstakur flokkur sem heitir "Cokelore".
Margir ættu að kannast við margar flökkusagnirnar þar, t.d.:
A tooth left in a glass of Coca-Cola will dissolve overnight.
Nú eða þessar:
1. In many states the highway patrol carries two gallons of Coke in the truck to remove blood from the highway after a car accident.
2. You can put a T-bone steak in a bowl of coke and it will be gone in two days.
3. To clean a toilet: Pour a can of Coca-Cola into the toilet bowl . . . Let the "real thing" sit for one hour, then flush clean.
4. The citric acid in Coke removes stains from vitreous china.
5. To remove rust spots from chrome car bumpers: Rub the bumper with a crumpled-up piece of Reynolds Wrap aluminum foil dipped in Coca-Cola.
6. To clean corrosion from car battery terminals: Pour a can of Coca-Cola over the terminals to bubble away the corrosion.
7. To loosen a rusted bolt: Applying a cloth soaked in Coca-Cola to the rusted bolt for several minutes.
8. To bake a moist ham: Empty a can of Coca-Cola into the baking pan;rap the ham in aluminum foil, and bake. Thirty minutes before the ham is finished, remove the foil, allowing the drippings to mix with the Coke for a sumptuous brown gravy.
9. To remove grease from clothes: Empty a can of coke into a load of greasy clothes, add detergent, And run through a regular cycle. The Coca-Cola will help loosen grease stains. It will also clean road haze from your windshield.
FYI:
1. The active ingredient in Coke is phosphoric acid. It's pH is 2.8. It will dissolve a nail in about 4 days.
2. To carry Coca Cola syrup (the concentrate) the commercial truck must use the Hazardous material place cards reserved for Highly Corrosive materials.
3. The distributors of coke have been using it to clean the engines of their trucks for about 20 years! Drink up! No joke. Think what coke and other soft drinks do to your teeth on a daily basis. A tooth will dissolve in a cup of coke in 24-48 hours.
Svörin má svo finna hér.
En það breytir því ekki að það má hafa gaman af mörgum þessara flökkusagna, en það ber að varast að taka þær of hátíðlega.
1.8.2006 | 18:49
Ekki hundi út sigandi
Hér er heitt. Í raun allt of heitt. Ekki hundi út sigandi. Loðfeldir ekki það sem gerir sig best í þessum hita.
Þó er spurning hvort ég verði að berjast út í LCBO og kaupa nokkra kalda. Birgðahaldið í þeim geira er með rauðu blikkandi ljósi.
Hitinn hér er 36°C, en þegar rakastigið er tekið með, sem er víst um 50%, þá er tilfinningin eins og hitinn sé 48°C. Allt of mikið fyrir nábleikan íslending eins og mig.
Ég og foringinn fórum þó í stuttan göngutúr í morgun, og vökvuðum síðan garðinn ofurlítið. Ég held þó að skiptingin hafi verið 50/50. 50% af vatninu handa garðinum, 50% dreifðust á okkur feðgana.
Eftir sullið komum við inn og fengum okkur snarl og foringinn fékk sér "siestu" eins og hann gerir enn af og til. Ég sit á skrifstofunni í kjallaranum, sem er eins og "vin í eyðimörkinni" svalur og þægilegur, en loftkælingin hefur varla undan á hæðinni.
Hér sést hér um bil enginn á ferli. Aðeins einstaka bíll keyrir hjá. Engir eru gangandi. Sem betur fer á eitthvað aðeins að rofa til á morgun, þá fer hitinn líklega niður í 32°C og spáð er skúrum. Vonandi gengur það eftir.
1.8.2006 | 13:42
Skýr markmið - Tannlaus friðargæsla
Þessu er ég alveg sammála. Það þarf að setja friðargæsluliði, ef til kemur, skýr markmið og það þarf líka að vera ljóst að friðargæslulið þarf ekki nauðsynlega að halda frið við alla.
Þannig þarf það að vera ljóst að friðargæslulið hafi heimild til að beita vopnavaldi ef svo ber undir.
Það getur til dæmis varla talist eðlilegt að undanfarin 6 ár hafi Hezbollah notað tímann til þess að grafa byrgi og göng, koma fyrir skotstöðvum fyrir flugskeyti, allt á meðan "friðargæslulið" valsar um svæðið og gerir ekkert. Það er ekki líklegt til að varðveita friðinn (ja nema í augnablikinu) til langframa.
Það er reyndar undarlegt að ríki sem vill teljast sjálfstætt leyfi skæruliðum að búa þannig um sig innan landamæra sinna og gera þaðan árásir á annað ríki, en það er önnur saga og sorglegri. Sjálfstæði Líbanons hefur um langt skeið verið meira í orði en á borði.
En það er auðvitað brýnt að vopnaviðskiptum þarna linni, en það þarf að vera með þeim hætti að íbúar beggja vegna landamæranna geti búið við öryggi.
Það er líka ljóst að mínu mati að það er algerlega óviðunandi fyrir friðargæslulið að vera eingöngu "stuðari" á milli tveggja fylkinga, geta átt von á því að þeim ljósti saman hvenær sem er, án þess að hafa heimild til að gera nokkuð.
En að nokkru leyti er þetta vandi SÞ í hnotskurn. Samtökin virka þung, sein og ófær um að fylgja málum sínum eftir svo að vel fari. Er skemmst að minnast Darfur í því sambandi.
Varnarmálaráðherra Frakka segir að alþjóðlegt gæslulið verði að hafa heimild til að beita vopnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.8.2006 | 03:04
Auðlegð í iðrum jarðar
Var að lesa skemmtilega frétt á visi.is, rétt í þessu. Þar var fjallað um jarðhitann á Íslandi og hvað nýting hans sparaði mikinn innflutning á olíu.
Þar kom fram að til að hita upp þau hús sem íslendingar hita með jarðhita, yrði að flytja inn olíu að verðmæti u.þ.b. 30 milljarða króna. Það er því ljóst að jarðhitinn er risastór auðlind. Ekki er minna um vert að bruni olíunnar myndi orsaka að 2,5 milljónir tonna af koltvísoxíði færu út í andrúmsloftið, en til samanburðar segir í fréttinni að allur bílafloti íslendinga losi 700.000 tonn á ári hverjuj og þykir það mikið miðað við höfðatöluna margfrægu.
Orðrétt segir í fréttinni: "Ef hita ætti heimili landsins með rafmagni myndi þurfa 5800 gígavattstundir af raforku á ári. Til samanburðar framleiðir Kárahnjúkavirkjun 4600 gígavattstundir af raforku árlega. Hins vegar væri hægt að framleiða rafmagn fyrir sex sinnum fleiri heimili en nú eru í landinu með jarðvarmanum einum. Þannig væri til rafmagn fyrir um 2 milljónir manna."
Sjá fréttina hér.
Það er einnig vert að hafa í huga að íslenskir jarðvísindamenn hafa gríðarmikla þekkingu á nýtingu jarðvarma, og hefur sú þekking og það hugvit sem íslendingar ráða yfir, orðið að vaxandi útflutningsvöru, nú þegar íslendingar koma að jarðvarmavirkjunum víða um lönd.
Það er því óhætt að segja að jarðhitinn sé mikilvæg auðlind, og rétt eins og segir í fréttinni líklega mikilvægari en flest okkar gera sér grein fyrir.
Við sem fáum heitavatnið okkar úr litlum tanki, sem hitar vatnið með gasi eða rafmagni, vitum líka hvers kyns lúxus það er að hafa óþrjótandi vatn úr krananum, þegar tekin er sturta eða farið í bað, sérstaklega ef margir eru í heimili.