Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006
13.8.2006 | 15:31
Komnar heim að Bjórá - Rakaeyðir
Þá eru þær mæðgur komnar heim að Bjórá og lífið smá saman að færast í fastan takt. Ég sótti þær á sjúkrahúsið seinnipartinn í gær. Það var góð tilfinning að bera dótturina í bæinn eins og sagt er.
Hinn ný "prómóteraði" stóri bróðir er ekki alveg viss um hvernig hann á að taka þessu, er vingjarnlegur en finnst þó stöðu sinni að einhverju marki ógnað. Hann þarf mikið á faðmlögum að halda og vill gjarna vera borinn um allt hús, því skyldi hann labba fyrst að systir hans gerir það ekki?
Veðrið hér er með dægilegasta móti, á milli 20 og 25°C á daginn og fer niður í 12 til 14°C á nóttunni. Þó er svolítið rakt en ekkert til að kvarta yfir.
Rakinn varð þó til þess að ég fór og keypti enn eitt heimilistækið, nú rakaeyði, og kom honum fyrir í kjallaranum. Þetta er auðvitað undratæki, sýgur vatn úr loftinu og skilar því hreinu og góðu til baka. Líklega er ekki mikil þörf fyrir svona tæki í andrúmslofti eins og á Íslandi, en hér gerir það kraftaverk.
11.8.2006 | 15:12
Það fjölgar að Bjórá
Íbúum Bjórár, og jafnframt þeim sem eru í aðalhlutverki í þessu bloggi, fjölgaði um einn á miðvikudaginn. Þann daginn tókum við hjónin snemma, fórum á fætur fljótt upp úr 6 og læddumst út áður en foringinn vaknaði. Líklega er þetta fyrsti morguninn sem hann vaknar og hvorki pabbi né mamma eru í nágrenninu. Hann var skilinn eftir í öruggri umsjá ömmu sinnar og samkvæmt fréttum, æmti hann hvorki né skræmti.
Leiðin lá á Sínaí fjall, eða Mt. Sinai sjúkrahúsið. Þar klukkan 10.29 um morgunin kom dóttir okkar í heiminn. Þetta var "high tech" fæðing. Keisaraskurður með "öllu tilheyrandi". Þarna voru "maskínur sem sögðu ping", læknar, hjúkrunarkonur og aðstoðarfólk. Það var ekki laust við að mér þætti ég vera lítill, allt að því fyrir í öllu þessu "gangverki", það þó að ég væri "dressaður" upp í "sterílan" galla, lítandi út eins og læknir. Enda sat ég prúður við hlið konunnar, horfði á hana og tjaldið sem aðskildi mig frá "aksjóninni" og beið þolinmóður. Það var ekki laust við að ég væri örlítið áhyggjufullur, enda stúlkurnar úr "Bjórárfjölskyldunni" báðar undir hnífnum.
En allt gekk þetta að óskum, bæði móður og dóttur heilsast vel og að öllu óbreyttu koma þær mæðgur heim að Bjórá á laugardag.
Þetta er unaðsleg tilfinning, sem ég upplifði nú í annað sinn, sitjandi við tjaldið, heyra grátinn, kíkja yfir og vera svo rétt barnið blautt og glansandi, en svo óendanlega fallegt. Hjálpa svo til við að þurka það, snyrta naflastrenginn, vefja þau í teppi, og reyna svo að halda þeim rólegum, uns læknarnir hafa lokið starfi sínu, allir eru færðir yfir í annað herbergi og mamma getur gefið brjóst. Þennan tíma, grétu þau nokkuð, enda býður pabbi þeim ekkert að sjúga, nema þeirra eigin fingur.
Það var sami læknirinn, Dr. Gareth Seaward, sem hefur stjórnað "aðgerðum" í fyrir bæði börnin okkar, á stundum líður mér eins og hann sé fjölskylduvinur, andrúmsloftið er svo gott, óþvingað og öruggt í kringum hann. Hún er stór "skuldin" sem ég á að gjalda manninum sem hefur "skorið" báðum börnunum mínum leið út í heiminn.
Foringinn, sem hækkar sjálfkrafa "í tign" og verður "stóri bróðir" kom með okkur tengdó á sjúkrahúsið seinnipartinn í gær. Hann lét sér þó fátt um finnast og hafði lítinn ef nokkurn áhuga á "litlu systur".
Meðfylgjandi er svo mynd af heimasætunni á Bjórá, tekin þegar sú litla var orðin u.þ.b. 4 tíma gömul.
Meira og fleiri myndir síðar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2006 | 10:54
Valdið til fólksins
Valdið til fólksins, er slagorð sem heyrist líklega ekki oft lengur. Enda hefur æ meira vald verið fært frá almenningi til hins opinbera á undanförnum árum og áratugum. Hér er eitt dæmi um slíkt, ákvarðanir sem eiga heima hjá einstaklingum, en eru komnar til stjórnvalda.
Það að almenningur á Íslandi ráði ekki hvort eða hvað mikið þeir kjósa að greiða til kirkju þeirrar þeir tilheyra, eða sú staðreynd að þeir sem tilheyra engri kirkju séu nauðugir látnir greiða til Háskólans, er tímaskekkju sem ætti að afnema hið fyrsta.
Það er ekki eingöngu tímaskekkja að ríkið skuli innheimta fyrir trúfélögin (það ættu þau auðvitað að gera sjálf), heldur er það hrópandi mismunun að trúleysingjar skuli vera neyddir til að til að greiða meiri "skatta" til menntunar í landinu.
"Gjaldið keisarnum það sem keisarans er og guði það sem guðs er," virðist alla vegna ekki vera í fullu gildi enn, alla vegna fer það allt í gegnum "keisarann".
Ef ég man svo rétt er búið að breyta álagningarseðlum á þann veg að þetta "sóknar/háskólagjald" sést ekki lengur, líklega þannig gert til að almenningur taki síður eftir þessu.
Persónulega tel ég nauðsynlegt að aðskilja ríki og kirkju, slíkt "samkrull" á ekki heima í nútímasamfélagi.
Tæpir tveir milljarðar í sóknargjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2006 | 00:01
Ungi litli... - Ferskjur, plómur og apríkósur
Eins og ég hef áður minnst á er mikið fuglalíf hér að Bjórá og í næsta nágrenni. Meðal annars hafa kardínálar verið hér tíðir gestir.
Nú fyrir u.þ.b. 4 dögum sá ég að eitthvað mikið gekk á hjá kardínálahjónum hér úti í garðinum okkar og fór að athuga málið, var þá ekki ófleygur lítill ungi að spássera um garðinn. Ég var nokkuð hissa á þessu, hélt að ungastússi væri löngu lokið hjá öllum fuglum. Helst hallast ég að því að um seinna varp hljóti að vera, eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í því fyrra.
En um nokkurt skeið fylgdums við með þeim hjónum bera mat til ungans, og svo læddist ég út og tók nokkrar myndir, sú besta fylgir með þessari færslu.
Tengdó kom svo úr ávaxtatínslu seinnipartinn, með svo mikið af ferskjum, plómum og apríkósum að við vitum varla hvað á að gera við þetta allt saman.
En hún er hæstánægð og við auðvitað líka, nýtíndir ávextir eru alltaf ljúffengir og geðbætandi, foringinn kann líka vel að meta þá, þannig að allir eru nokkuð kátir með lífið og tilveruna.
Nú þegar ég var eitthvað að þvælast á vefnum, rakst ég inn á vefsíðu alþingismannsins Björgvins Sigurðssonar, www.bjorgvin.is . Þar rakst ég m.a. á eftirfarandi fullyrðingu:
"Til að framkvæma samanburð á því hvernig er að vera á húsnæðislánamarkaði á Íslandi og í Evrópu þá er það hægt með einföldum hætti í reikningsvél Frjálsa fjárfestingabankans.
Ímyndið ykkur að þið getið fengið evrópskt lán, merkið við jafnar afborganir efst til vinstri, setjið t.d. 15 milljónir í næsta reit og því næst 3% vexti (hægt að fá lægri vexti), veljið óverðtryggt lán og 480 gjalddaga. Neðst kemur upphæð íslenska lánsins sjálfkrafa. Veljið t.d. 3,5% verðbólgu, gætið þess að velja 40 ár, ýtið á reikna og þá blasir munurinn við:
Evrópskt lán Íslenskt lán
Meðalgreiðsla næstu 12 mánuði 68.321 kr. 75.092 kr.
Meðalgreiðsla yfir allan lánstímann 50.040 kr. 154.547 kr.
Afborgun 15.000.000 kr. 15.000.000 kr.
Vextir og verðbætur 9.018.990 kr. 59.184.215 kr.
Samtals greitt: 24.018.990 kr. 74.184.215 kr.
Það semsagt munar heilum 50 milljónum króna eftir því hvort verslað er húsnæði á Íslandi eða í Evrópu og hálfum mánaðarlaunum afborganirnar á mánuði að jafnaði yfir allan lánstímann. "
Greinina alla má finna hér.
Þetta eru sláandi tölur. Fyrir mig sem er einmitt nýbúinn að fjárfesta í íbúðarhúsnæði vekur þetta nokkra athygli. Hvar fæst húsnæðislán með 3% vöxtum eða lægri?
Frétt mbl.is, sem hér er tengd við þessa færslu, sýnir að stýrivextir á evrusvæðinu voru að hækka úr 2.75% í 3.00% nú stuttu eftir síðustu mánaðarmót. Eigum við þá að trúa að húsnæðisvextir hafi verið 3% eða lægri þann 27. júli, þegar þingmaðurinn ritar þennan pistil á heimasíðuna sína?
Ekki ætla ég að segja þingmanninn fara með rangt mál, til þess hef ég einfaldlega ekki næga þekkingu á evrópska húsnæðislánamarkaðnum. En hitt er alveg ljóst að ég hef hvergi getað fundið lánveitendur sem bjóða þessa vexti.
Það væri því ákaflega vel þegið ef einhver gæti vísað á þá.
Algengt er að bankar á evrusvæðinu bjóði t.d. upp á húsnæðislán með vöxtum sem eru ákveðið %stig yfir euribor vöxtum, t.d. 0.75% álag á euribor. En euribor (www.euribor.org) vexti má sjá hér, en það er nokkuð langt síðan það fyrirkomulag hefur boðið upp á vexti sem væru um eða undir 3%.
Ef lántakendur vilja síðan "frysta" vextina hækka þeir yfirleitt töluvert, enda eru bankar ekki áfjáðir í að tapa á lánum. Hér er t.d. tafla frá Bank of Ireland, yfir vexti sem þeir bjóða á húsnæðislánum. Takið sérstaklega eftir því hvernig vextirnir hækka, eftir því sem þeir eru bundnir til lengri tíma.
Hér má svo sjá Allied Irish Banks, ekki ósvipaður "strúktúr". Rétt er svo að vekja athygli á því að yfirleitt lána bankar á evrusvæðinu, ekki yfir 65 til 75% af verði fasteignar, án þess að annað hvort vaxtaálag eða kaup á endurgreiðslutryggingu komi til.
Hér má svo sjá upplýsingar um hvernig vaxtakjör hafa verið í Finnlandi undanfarin ár.
En þetta er auðvitað ekki nein hávísindaleg niðurstaða þar sem farið er yfir vaxtakjör allra banka á evrusvæðinu, og stundum hef ég séð banka bjóða betri kjör fyrsta árið eða svo.
En fullyrðing þingmannsins um að svona séu vaxtakjör almennt á evrusvæðinu stenst ekki, hvað þá að lántakendur geti verið fullvissir um að fá 3% vexti út 40 ára lánstíma. Þætti mér gaman að fá upplýsingar um hvar þannig lán fást. Auðvitað færist vaxtaprósenta upp og niður á evrusvæðinu eins og annarsstaðar, og eins og eðlilegt er þarf að borga hærri vexti eftir því sem % er fest til lengri tíma.
Hinu verður ekki mótmælt, að lánakjörin eru betri á evrusvæðinu en á Íslandi, í það minnsta akkúrat núna, en þar skiptir mestu máli hvað verðbólgan er há á Íslandi um þessar mundir. Raunvaxtastigið er hærra á Íslandi, en þar munar ekki eins miklu og ef að verðbólga er tekin með í reikningin.
Aftur vitna ég orðrétt í þingmanninn: "Þá er ótalin matarkarfan sem almennt er 40% ódýrari í Evrópusambandslöndunum en á Íslandi. Auðvital fylgja aðild ókostir og margt orkar tvímælis en ávinningurinn er ótvíræður einsog ofantalið dæmi sýnir."
Ekki þekki ég nákvæmlega hver munurinn er á matvælaverði á Íslandi og í ESB, en dreg 40% ekki í efa. Hins vegar er mjög ólíklegt að sá munur myndi jafnast út, ef Ísland gengi í ESB, en líklegast hyrfi af honum stærsti parturinn. Lega landsins yrði til þess að eitthvað af honum sæti eftir.
En hitt er staðreynd að til þess að ná þeim árangri, þarf ekki að ganga í ESB. Til þess þarf eingöngu íslenska pólítískan vilja. Vilja til að fella niður tolla, vörugjöld, kvóta og þar fram eftir götunum.
Því miður finnst mér þessi málflutningur nokkuð algengur þegar rætt er um aðild íslendinga að ESB, flest ef ekki öll tiltæk ráð eru notuð til að fegra aðildina fyrir almenningi, þá sérstaklega hvað allt verður ódýrara, en þegar betur er að gáð, reynist því miður margt af því vera "hálf sannleikur", eða jafnvel þaðan af meira útþynntur sannleikur.
Margir virðast ganga fram af meira kappi en forsjá, til að sannfæra almenning um að ESB, sé "óskalandið".
Vextir hækka á evrusvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.8.2006 | 01:06
Alltaf í nógu að snúast - Ný miðstöð - Ný þvottavél
Það er búið að vera í nógu að snúast að Bjórá í dag. Stuttu eftir klukkan 8 komu menn til að hreinsa hér loftstokkana, rétt rúmum 2. tímum síðar komu svo menn til að skipta um miðstöð. Sú nýja á að vera sparneytnari, betri hitagjafi. Það á auðvitað eftir að koma í ljós, en við verðum að vona það besta. Ekki þar fyrir að ef boðið væri upp á hitaveitu hér, væri ég í þessum töluðum orðum að skrúfa upp ofnafestingar, hugnast það mun betur, en þó er sá galli að erfitt er að nota ofnana til kælingar.
Konan er hins vegar mjög ánægð með nýju miðstöðina, sérstaklega að nú logar enginn "pilot logi" þannig að gas er ekki logandi hér allan sólarhringin árið um kring.
En það varð vel heitt hér í dag, sérstaklega þegar nýja miðstöðin var prufkeyrð, ofan á þau 30 stig eða svo sem voru hér úti. Ekki hægt að hafa neina loftkælingu í gangi, þar sem þetta virkar allt saman. Síðan var ég önnum kafinn við að skúra og skrúbba eftir allt þetta um eftirmiðdaginn.
Fyrir þá sem hafa áhuga má sjá miðstöðina hér.
Fyrir nokkrum dögum tjáði konan mér að þvottavélin sem fylgdi íbúðinni, myndi ekki duga okkur, hún væri komin að fótum fram og þvoði ekki nægjanlega vel. Þá var auðvitað farið af stað að leita að þvottavél, fyrst aðallega á netinu, en síðan í nokkrum verslunum. Enduðum á því í gær að kaupa okkur Kenmore þvottavél. Hún verður send heim eftir viku, og þá taka þeir gömlu vélina okkar.
Annars er það með eindæmum hvað N-Ameríka er eitthvað forneskjuleg hvað varðar þvottavélar. Það er eins og þeir hafi uppgötvað það fyrir fáeinum vikum eða mánuðum hvað "framhlaðnar" þvottavélar eru mikið betri, skilvirkari og sparneytnari en "topphlaðnar" þvottavélar. Vinduhraði rétt um 1000 snúninga þykir einnig alveg frábært.
Þegar ég lét það flakka að mamma hefði keypt "framhlaðna" vél rétt um ´70, og toppvélar vindi með allt að 1800 snúningum eða svo, stara menn á mig, en segja ekkert. Halda líklega að ég sé galinn.
En svona er þetta, "high tech" æðið sem geysar á Íslandi hefur ekki náð hingað, ef menn vilja svo fá þvottavélar með "suðu", verður að kaupa "high end", ef til vill er ekkert að gera með það, ég þekki það ekki nógu vel, en alla vegna var konan sátt við "Kenmorinn". Það spilaði líka stóra "rullu" að "Consumer Report" gefur þessum vélum bestu einkunn.
Foringinn, konan og tengó, voru í burtu á meðan á öllu "miðstöðvarbaslinu" gekk, komu síðan heim um kvöldmatarleytið, ég grillaði svínalund, opnaði eina rauða, við skáluðum fyrir nýju miðstöðinni og all leit allt í einu betur út.
Á morgun sendum við tengdó í ferskjutínslu, það ber vonandi góðan ávöxt.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2006 | 16:31
Una Cuba Libre
Ástandið á Kúbu og heilsa Castro´s hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið, sem vonlegt er. Líklega telst Kúba í hugum flestra vera útvörður kommúnismans, eitt af þeim fáu ríkjum sem ennþá telst kommúnískt. Fólk skiptist svo nokkuð í tvo hópa í afstöðu sinni, hvort það telur Castro vera af hinu góða eður ei.
En það var ágætis grein, þó að hún risti ekki mjög djúpt, í vefútgáfu Globe and Mail í dag, þar sem rætt er við íbúa á Kúbu. Þar mátti m.a. lesa eftirfarandi:
"Luisa is conflicted. She despises Cuba's Communist government, yet admits that she became anxious when she heard that Fidel Castro temporarily ceded his presidential powers last week after surgery for gastrointestinal bleeding.
He's like a grandfather to me, the 23-year-old student says. It's very strange. I hate the government, but when this happened I was scared. It's very complicated.
Luisa and a half dozen of her friends were starting a brief beach vacation when news of Mr. Castro's illness hit. Dressed in T-shirts, shorts and flip-flops, they spent much of last week taking in the sun, playing music and drinking rum and cola, but their discussions were dominated by talk of the future.
They agreed to be interviewed, but to protect their identities in a country where dissent can have a high price, their names have been altered."
"They talk of a Cuba where they will be free to express their opinions, determine their own lives and have a say in who governs them.
Yet they also fear what the future holds, concerned that the economic and political situation can still get worse and worried that the United States is anxious to return the island nation to the kind of virtual colony it was before the 1959 revolution."
"Private Internet connections are illegal and the only public Web access is in hotels, where it can cost $12 (U.S.) an hour, the equivalent of a monthly wage for many. They don't want us to have access to information, complains Maria, a 29-year-old actress.
I was born in 1974 and I have never been anywhere but Cuba, says her boyfriend Pedro, an actor and puppeteer. Everything I know comes from the Cuban national press. Occasionally, I'll get a foreign newspaper or I'll catch a foreign station on TV when the weather conditions are unusual.
Asked what they most want to see changed, the friends quickly come up with a list. Democratic elections, so we can choose directly who represents us, says one. Freedom of speech, says another.
We want to be able to choose the kinds of jobs we do, says Anna, a 27-year-old freelance interpreter, who says she will never be constrained by a government job. How can anyone agree to work for a month and earn just 300 pesos (about $12)?
Luisa is more down to earth. I want the possibility of buying a bottle of cooking oil when I want it, she says, reflecting widespread frustration with Cuba's mind-numbing system of rationing and constant shortages."
"Pedro is convinced that political change is inevitable. I think Fidel sustains the revolution in Cuba. It's a revolution he created. I think there is no other leader that would be able to sustain what he has been able to do for so many years.
Pedro resents the omnipresence of Fidel and his transformation into a secular god. He thinks politicians should be fallible and replaceable.
I don't want a saint in government. I think I was forced to believe in a saint as a kid. The way his image was portrayed, it was like Christ for Christians or Allah for Muslims.
His buddy Waldo, a musician and filmmaker, chimes in. I think there has already been a change. It began on July 31 [the day that Mr. Castro's illness was made public]. The people have just not yet processed it so far."
"Yet in their yearning for change, these young people do not look across the Florida Straits for inspiration. I don't want Raul Castro as president, but I don't want the Americans, either, Pedro adds. What the Americans want is money. The Americans help themselves. They don't help Cubans. They don't help people. They bomb people. They're like Romans.
Waldo also doesn't want U.S. help. Cuba is an island surrounded by the sea. We don't need to be a colony of anybody. We don't need a sponsor"
Svo mörg voru þau orð, en greinina má finna hér.
En það er erfitt að spá um hvað gerist á Kúbu, ef Castro fellur frá. Að mínu viti er líklegast að "byltingin" hverfi á fáum árum að Castro gegnum, en svo svo þarf þó ekki að fara. Það gæti líka orðið upplausn, ólga og jafnvel borgarstyrjöld, en við verðum að vona að kúbumenn beri gæfu til að allt fari friðsamlega fram.
En það er ólíklegt annað en að kommúnisminn hopi frá Kúbu.
7.8.2006 | 02:45
Sorglegur endir, en samt réttur og kætandi
Samkvæmt F1.com, er þetta staðfest. Kubica er dæmdur úr leik vegna þess að bíllinn (og hann) reynast 2. kg of léttur.
Þetta er auðvitað leiðinlegur endir á "debut" keppni Kubica, keppni sem hann stóð sig frábærlega í. Það er samt auðvitað engin önnur leið fyrir dómara keppninar, reglurnar eru skýrar að þessu leyti.
Hinu get ég ekki neitað, að jafnvel þó að ég samhryggist Kubica (og allri pólsku þjóðinni ef út í það er farið), þá gleðst ég yfir aukastigunum sem þetta færir Ferrari ökumönnunum.
Þetta þýðir að munurinn bílsmiða keppninni minnkar í 7 stig, og Schumacher er aðeins 5 stigum á eftir Alonso í ökuþórakeppninni. Það getur munað um það þegar upp er staðið.
Kubica hugsanlega dæmdur úr leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2006 | 02:31
Eru þeir ekki alltaf...... ?
Eingöngu af því að ég er í einhverju hálfgerðu "fimmaura brandara" skapi, og er búinn að vera það í það minnsta tvo sólarhringa, þá ræð ég ekki við mig.
Eru innipúkar ekki alltaf feitir?
Annars hljómar þetta sem hin ágætasta skemmtun, alla vegna eru Hjálmar ljúfir áheyrnar. "Ballantines" er einnig hið ljúfasta bæði innvortis sem útvortis, nokkuð viss um að það hljómar vel "læf" hjá Baggalút.
Feitur Innipúki í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2006 | 14:36
Tett töltött óra
Það er langt síðan ég man eftir formúlukeppni sem bauð upp á jafn mikinn æsing og læti og þessi keppni sem nú er nýlokið í Budapest. Eins og stundum er sagt, "það var allt að gerast".
Kaldara en búist var við og í þokkabót rigning, Schumacher og Alonso áttu báðir frábært start, Alonso þó sýnu betra, Michelin dekkin virtust gera sig miklu betur í upphafinu og þangað til rétt eftir miðja keppni. Button átti líka fantagóðan akstur. Alonso notaði fyrri helmingin og var með það góða forystu að fátt virtist geta ógnað sigri hans.
Svo falla þeir einn af öðrum úr keppni, Fisichella, Raikkonen, ekki heppinn frekar en venjulega. Svo fell Alonso úr leik og ég fór að vona að "Skósmiðurinn" sækti verulega á í titilslagnum, en svo fellur kappinn úr leik þegar 3. hringir eru eftir, eftir hetjulega baráttu við de la Rosa og Heidfeld. Þegar hann renndi inn í bílskúrinn var lítið nema striginn eftir af dekkjunum sem hann hafði notað alla keppnina.
Mikil vonbrigði einnig með Massa sem hafnaði í 8. sæti, þannig af afraksturinn hjá Ferrari varð aðeins 1. stig.
En auðvitað er þetta stórkostlegt fyrir Button, fyrsti sigurinn og hann búinn að bíða lengi (130 keppnir), einnig mikilsverður áfangi fyrir Honda, að ná sigri og Barrichello í 4. er eitthvað sem þá hefur lengi vantað.
Pedro de la Rosa og Heidfeld kunnu líka vel við sig á pallinum og Kubica á einnig skilið gott hrós, Villeneuve hlýtur að finna hita í afturendanum.
En í heild var þessi kappakstur hin besta skemmtun, auðvitað hefði ég viljað að afraksturinn væri meiri en 1. stig, en það eru enn 5 mót eftir, allt getur gerst, en hins vegar verður það að teljast slæmt að geta ekki notað það sjaldgæfa tækifæri sem gefst þegar Alonso fellur úr leik til að sækja á.
Button vinnur jómfrúarsigur í ótrúlegum kappakstri í Búdapest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)