Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
22.12.2006 | 05:46
Af McDonaldsbloggi
Ég sá þegar ég las yfir blog Davíðs Loga að einhverjum þyki "Moggabloggið" ekki "góður pappír" og segja það McDonalds bloggsins.
Ekki ætla ég að fara að rífast mikið um hve merkilegur hinn eða þessi staðurinn er til að blogga á, eða hversu merkilegur hinn eða þessi bloggarinn er.
En hitt vil ég nefna, að mér þykir þessi samlíking ómakleg og raunar að mestu leyti út í hött.
Persónulega finnst mér þó frekar verðskulda nafnbótina "McDonaldsblogg", sem byggja alfarið á alþjóðlegum kerfum (rétt eins og McDonalds) og gera lítinn eða engan greinarmun á mismunandi tungumálum. Þar er t.d. ekki boðið að setja inn "athugasemdir", heldur eingöngu "comments", þar eru ekki "eldri færslur" heldur "archives" og þar fram eftir götunum. Rétt eins og á McDonalds þar sem flest er staðlað og umbúðirnar segja ekkert um í hvaða landi viðskiptavinurinn er staddur.
Það sem mér finnst mest heillandi við "Moggabloggið" er að þegar ég sá það fyrst (vinur minn sendi mér línu og sagði mér að hann væri byrjaður að blogga) var allt á Íslensku. Þetta var allt saman rammíslenskt og Íslenskt hugvit nýtt til að útbúa Íslenskan blogheim, eða samfélag.
Ég ákvað að byrja að blogga, vegna þess að mér fannst mér vanta stað þar sem ég hugsaði og tjáði mig á Íslensku, en ég var farinn að finna fyrir því að þó að ég hefði ekki búið verulega lengi erlendis, þá ryðgaði Íslenskan furðu fljótt og ég var ekki með nýjustu orð og hugtök á takteinunum og sletturnar jukust.
Mér fannst það líka hið besta mál, að hér væru samankomnir bloggarar hvaðanæva að, en flestir blogguðu á Íslensku og hér væri hægt að lesa hugsanir, áhyggjur og slúður hins venjulega Íslenska "kverúlants", eða "bloggspekings", allt eftir hvernig litið er á málin.
Ef "Moggabloggið" er sekt, þá er það fyrst og fremst af því að hafa gert bloggið aðgengilegt fyrir almenning, á Íslensku, með lágmarksfyrirhöfn fyrir hvern og einn. Vissulega hugnast ekki öllum auglýsingar, en hádegisverðurinn er aldrei ókeypis.
En fyrir marga, sérstaklega fyrir þá sem að tölvukunnáttan er ekki mikil hjá, nú eða enskukunnáttan hvað varðar tölvumál, er þetta framtak mikils virði.
En þetta minnir mig dulítið á hvað það verður "ófínt" að hlusta á hljómsveitir loksins þegar þær verða vinsælar fyrir alvöru.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 05:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 22:08
Að verða klár
Ég er að verða nokkuð klár fyrir jólin. Það er ekki margt sem er ógert.
Fór í dag og keypti malt og appelsín, ekki þetta eina sanna, heldur malt sem er framleitt hér í Kanada, heitir því frumlega nafni Malta, nokkuð gott, en ekki jafn sætt eins og það Íslenska. Því verður síðan blandað saman við Orangina, þetta er ekki "the real thing", en vel í áttina.
Hangikjötið er komið í ísskápinn, eins og stundum áður er það ekki íslenskt, heldur pantað frá Gimli, gott kjöt, en algerlega á eigin forsendum. Þetta á lítið sameiginlegt með Íslenska hangikjötinu, "lambið" annað og ég veit ekki hvaða við þau nota við reykinguna, en ábyggilega ekki birki.
Í ísskápnum er sömuleiðis lax að grafast, hann græjaði ég til í gær, en slíkur matur er líkt þekktur hérna, þó að lax sé allsstaðar að finna, en hann er yfirleitt ferskur eða reyktur.
Á morgun fer ég og kaupi Eistneskar blóðpylsur, en þær eru ágætis matur og vinna á með hverju árinu.
Allir jólapakkar sem von er á frá Íslandi og Eistlandi eru komnir í hús, en því miður virðist Kanadíski pósturinn ætla að klúðra tveimur af pökkunum sem við sendum til Íslands, þeir eru alla vegna ekki komir til viðtakenda, en enn er smá von.
Allar jólagjafir eru keyptar og í raun ekkert meira sem þarf að gera, annað en að bíða eftir jólunum með Foringjanum.
En vetrarsólstöður voru í dag, virkilega fallegtur dagur hér í Toronto, sólin skein all lengi, hitinn var um 8°C og gaman að vera á ferð.
Sjálfum þykir mér þetta merkilegur dagur og fagna honum ár hvert, það er alltaf fagnaðarefni þegar daginn fer að lengja.
21.12.2006 | 21:38
Meira frelsi, færri ræður?
Ég held að flestir Kúbubúar yrðu nokk ánægðir með ef það yrði raunin.
Ég held að flest bendi til að veldi Fidels á Kúbu sé lokið, spurningin hvernig tekst með skiptin og hvort Raul Castro takist að halda völdum til lengri tíma.
Það er erfitt að slaka á, án þess að stíflurnar bresti, það kannast þeir vel við í Austur-Evrópu, menn eins og Gorbachov, Jaruzelski, Honnecker og Ceausescu. Opin og gagnrýnin umræða er æskileg, en í sjálfu sér erfitt að sjá fyrirfram hvernig hún endar.
Það er enda óskandi að Kúbubúar sjái frelsið nema land á eynni, en það er óskandi að það gerist hægt og sígandi og án ofbeldis.
Raul Castro boðar frjálslyndari stjórnunarhætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2006 | 21:12
Bræður í Kristi?
Það er ekki friðnum fyrir að fara í Athosfjalli, kúbein og sleggjur, það er rétt eins og handrukkarar séu á ferð. Það er merkilegur assgoti þetta, svona rétt fyrir jólin eins og sagt er. Líklega hefur vínuppskeran verið full rífleg þetta árið, eða hver getur skýringin verið?
Oft er sagt upp á franskan máta, "cherchez la femme", þegar menn eru að útskýrar átök, það getur varla átt við rök að styðjast í þessu tilfelli.
En verðum við ekki að vona að "kuflarnir" nái sáttum fljótlega?
Munkaátök á Athos-fjalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2006 | 21:05
Góðar fréttir
Þær eru ekki margar "góðu" fréttirnar sem berast frá miðausturlöndum þessa dagana, en þessi er þó sannarlega ein af þeim.
Það er vissulega of snemmt að fagna, en mjór er mikils vísir og það er ánægjuefni að einhver samskipti eru á milli Sauda og Ísraela.
Það er ekki ólíklegt að Saudar sjái að nauðsynlegt sé að reyna að lægja öldur í heimshlutanum, og þeim er án efa ekki rótt þegar þeir sjá Írani magna upp ófrið í hverju landinu á fætur öðru þar um slóðir. Það er líka ljóst að Saudar eru órólegir yfir kjarnorkuásókn Írana, sem eðlilegt er.
Þetta gæti því allt hjálpað til að mynda söguleg tengsl á milli þessara fornu fjenda.
Sendiherra Bandaríkjanna segir þíðu í samskiptum Ísraela og Sádi-Araba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2006 | 07:31
Þriðjaheimslöndin
Já, það er slæmt að hafa flutt frá einu "þriðjaheimslandinu" í annað, en þó er vistin hér í þriðjaheimslandinu Kanada nokkuð bærileg. Það er ekki hægt að segja að menn líði hér mikinn skort, umburðarlyndi er með mesta móti og tilveran nokkuð dægileg, þó að það verði hér full kalt á veturna og jafnvel of heitt á sumrin.
En það vita Íslendingar að það er ekki nema í hálfgerðum "þriðjaheimslöndum" að verið er að byggja álver, hvað þá að stjórnvöld borgi fyrir þann "óþverra" með styrkum og geri hvað þeir geti til að fá álfyrirtækin til sín eða að halda þeim.
En svona er margt skrýtið í kýrhausnum, og ef vill það skrýtnasta að fólk velji að sækjast eftir vinnu á slíkum stöðum.
Alcan fjárfestir í álverum í Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2006 | 03:01
Af meyfæðingum
Það er ekki á hverjum degi sem ég les um meyfæðingar, ég get ekki talist mikill bíblíurýnari, en um slíkt las ég þó í dag á vefsíðu The Times. Virtir vísindamenn hafa staðfest að móðirin sé "óspjölluð" og standi ein að afkvæminu. Það er þó ekki í landinu helga sem meyfæðingin á sér stað heldur í dýragarði í London.
Eða eins og segir í frétt The Times:
"Her status as a virgin mother-to-be has been confirmed by genetic fingerprinting of three eggs that collapsed. Though they are not clones, all their DNA came from Flora."
En Flora er reyndar Komado dreki, eðlutegund sem nú hefur komið í ljós að kveneðlurnar geta fjölgað sér án þess að karleðlurnar þurfi að koma þar nærri. Líklega getur "kvenfrelsið" ekki orðið meira en þetta.
Og meira úr fréttinni:
"Kevin Buley, the curator of lower vertebrates and invertebrates at Chester Zoo, said: Although other lizard species are known to self-fertilise, this is the first time this has ever been reported in Komodo dragons. Essentially what we have here is an immaculate conception. "
"In humans, females have two X chromosomes and males one X and one Y chromosome. Komodo dragons and other species of the Varanus genus have W and Z chromosomes instead, and dissimilar chromosomes always produce a female.
When parthenogenesis takes place, the egg originally carries just one chromosome, either W or Z, which is duplicated. This means that all offspring are male, and able then to breed with their mothers.
This discovery has very important implications for understanding how reptiles are potentially able to colonise new areas, Dr Buley said. Theoretically, a female Komodo dragon in the wild could swim to a new island and then establish an entirely new population of dragons. "
Fréttina í heild má finna hér.
21.12.2006 | 01:40
Af stjórnleysi
Ég held að þetta sé hárrétt viðvörun, það er aukin hætta á upplausn í Líbanon, það sama má segja um svæði Palestínumanna og allir vita hvernig ástandið er í Írak.
Það er því ekki hægt að segja að það horfi friðvænlega í miðausturlöndum nú um stundir, og ekki líklegt að "sjá ég boða yður mikinn fögnuð" eigi eftir að heyrast þar víða á næstunni.
En það er líka vert að velta því fyrir sér að í öllum þessum löndum eru Íranir sakaðir um að hafa "járn í eldinum". Það er vert að velta því fyrir sér hver séu hugsanleg markmið þeirra með því að kynda undir ólgu og stjórnleysi.
Þegar hugsanlegri ásókn þeirra eftir kjarnorkuvopnum er bætt í blönduna, er ekki að undra þó að mörgum sé hætt að lítast á blikuna.
Varað við stjórnleysi og átökum í Líbanon | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2006 | 01:11
Brýnt mál
Ég held að það megi ekki seinna vera að leggja drög að því að Íslendingar eignist nýtt varðskip. Íslendingar eiga stóra landhelgi og umferð þar eykst með hverju árinu. Einnig er brýnt að Landhelgisgæslan geti sinnt eftirliti og ekki síður þjónustu við hina fjölmörgu sjómenn sem stunda atvinnu sína á Íslandsmiðum.
En ég var örlítið hissa að sjá að skipið yrði smíðað í Chile. Það er eins og mig rámi í ekkert allt of góða reynslu Íslendinga þegar hafrannsóknarskip var smíðað þar.
Þess utan, væri ekki lang best að smíða skipið á Íslandi, eigum við ekki einhverjar skipasmíðastöðvar ennþá? Og er ekki nóg af Pólverjum með reynslu af skipasmíðum í Gdansk?
Nýtt varðskip verður komið í flota Landhelgisgæslunnar um mitt ár 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.12.2006 | 17:59
Svínslegt?
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver eftirköstin af þessu framtaki listamannanna verða, ef þau verða einhver. Danir hafa nú ekki úr háum söðli að detta í löndum múslima, og danskar vörur hafa ekki notið þar mikillar hylli upp á síðkastið.
Það er ekki sterk hefð í Íran eða mörgum öðrum löndum að gagnrýna þjóðarleiðtoga eða niðra þá eins og gert í í þessu tilfelli, en þó er þetta ekkert á við það sem sagt hefur verið um marga aðra þjóðarleiðtoga. Þá koma til dæmis upp í hugann nöfn eins og Bush, Blair, Reagan og Thatcher.
Nú eða á Íslandi, þar kippa fæstir sér upp við þó að við nafn þjóðarleiðtogans sé oft skeytt svínslegu viðurnefni, en það sést þó ekki oft í fjölmiðlum.
Dönsk listamannasamtök kalla Íransforseta svín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)