Tæknibyltingin

Já, ég held að þetta sé rétt hjá Gates, líklega varir þetta þó lengur en áratug, og byrjaði fyrir þó nokkru.   Tækniframfarirnar hafa verið ótrúlegar.  Maður verður ekki síst var við framþróunina þegar maður býr fjarri "heimahögum".

Dagblöð þurfa ekki pappír, ég sæki þau á PDF á netinu, að hlusta á útvarp frá Íslandi er auðvelt mál, sama gildir um sjónvarp (þó er ekki allt aðgengilegt á netinu).  Ég sendi myndir í prentun í gegnum netið og þá skiptir engu máli hvort ég sendi þær til Costco hér í Toronto, eða til Pedromynda á Akureyri.

Hver sem er tekur upp myndbönd slengir þeim á YouTube eða álíka servera og getur þannig dreift efni til allra sem kæra sig um að sjá.  FlckR gegnir sama hlutverki fyrir ljósmyndara.

Það má þó ekki gleyma því í öllum hamaganginum, að það er alltaf innihaldið sem skiptir máli, ekki aðgangurinn.

Núna hringi ég flest mín símtöl beint úr tölvunni, ýmist fyrir lítið fé eða ekki neitt, það er engin smá breyting.

Ekkert mál er að sinna verkefnum heima fyrir (þó ekki öllum) og senda hvert á land sem er. 

Stafræna samfélagið er vissulega komið vel á legg, pappírslausa samfélagið lætur þó vissulega á sérs standa.  En þessi tækni sparar samt bæði tíma og hráefni og er að því leyti til umhverfisvæn.  Eins og áður sagði er hægt að lesa blöð án pappírs, ekki þarf "framkallara", "fixera" og "stoppböð" fyrir stafrænar "filmur", líklega eru færri myndir prentaðar út en ella, segulbönd eru óþörf og svona mætti lengi telja.

Síðast en ekki síst gefur tæknin kverúlöntum eins og mér tækifærir til að koma skoðunum mínum á framfæri án töluverðar fyrirhafnar.  Það getur þó verið að mörgum þyki það ekki teljast til framfara.


mbl.is Bill Gates fagnar „stafræna áratugnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband