Dýr Dagur - Ódýr lausn

Nú er að færast líf í baráttuna fyrir borgarstjórnarkosningarnar.  Ásakanirnar fljúga á víxl um slælega mætingu fulltrúa almennings til starfa.

Samfylkingin bendir á slælega mætingu Sigmundar Davíðs, sem síðan leiðir af sér að upp kemst um jafnvel slælegri mætingu Dags B.

Hér er um þarfa og fróðlega umræðu að ræða.  Það er hreint með ólíkindum hve uppteknir þessir menn (og á líklega við um fleiri) eru og hve erfiðlega þeim gengur að mæta á fundi.

Stjórn Faxaflóahafna er ekki eini vinnustaðurinn sem Dagur B. hefur átt erfitt með að mæta á, því fyrr á þessu ári spannst nokkur umræða um hve illa hann mætti á Borgarráðsfundi, sjá frétt Vísis hér.  Þar kemur hann með þau rök að vegna anna hjá Samfylkingunni hafi hann ekki getað stundað starf sitt hjá Borginni, en það hefur líklega ekki komið í veg fyrir að borgarbúar hafi borgað launin hans.  (ég bloggaði um þetta fyrr á árinu).

Þessi framkoma þeirra sem sitja í stjórnum og ráðum Borgarinnar er auðvitað ákaflega léleg.  Ef menn eru of uppteknir til að sinna störfunum, eiga þeir að segja sig frá þeim.

En einfaldast og áhrifamesta lækningin er líkega að hverfa aftur til eldra fyrirkomulags. 

Greiða einfaldlega fyrir hvern setinn fund.  Líklega myndi mætingin verða til fyrirmyndar.

 


mbl.is Dræm mæting hjá Degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ógeðsleg spilling .

Flettið ofan af fleiru af þessu tagi !

Kristín (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 21:09

2 Smámynd: Birna Jensdóttir

Þetta sýnir bara hverjir eru áskrifendur að launum sínum.Auðvitað eiga þessir menn að fá samkvæmt mætingu og allir aðrir líka.

Birna Jensdóttir, 6.11.2009 kl. 14:43

3 identicon

Sammála pistlahöfundi.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband