Það er óþarfi að halda skuldum til Haga.

Auðvitað þarf að afskrifa skuldir hjá Högum.  Líklega er engin önnur leið sjáanleg í stöðunni og afskriftir því sú leið sem er fær.

En það er ekki sama hvernig að afskriftum er staðið.

Hví skyldi skuldarinn einn eiga möguleika á því að njóta afskriftanna?

Er ekki réttara að bankinn leysi til sín fyrirtækið og selji það síðan í hlutum, setji það á markað, eða selji það hæstbjóðenda?

Margir hafa haft hátt um afskriftir á lánum Árvakurs (Morgunblaðsins) en þar var þó farin sú leið að eigendur þeir sem komið höfðu fyrirtækinu í þrot misstu allt sitt, en nýir tóku við keflinu.

Hví skyldu eigendur Haga fá einir að "gera tilboð" í sína eign?  Hvers vegna lítur út fyrir að ríkisbanki ákveði að fara í viðskipti með einstaklingum sem eru með "gjaldþrotaslóð" sem liggur víða um Ísland? 

Er það til þess fallið að auka trú og traust á bankanum?

Stjórnmálamenn sem áður hafa verið óhræddir um að tjá sig um einstak skuldara taka nú þann kostinn að stíga varlega til jarðar, hvað veldur?

Ef til vill má þegar sjá örla á því sem stjórnmálamenn telja sig eiga von á í fjölmiðlum, ef núverandi eigendur fá ekki sitt fram.

Svona lítið skot fyrir bóginn.


mbl.is Tugmilljarða afskriftir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gjörsamlega sammála.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 18:03

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Traust mitt til bankana er löngu þrotið var reyndar búið fyrir hrun gerði mér grein fyrir að ekki var allt með feldu.

Sigurður Haraldsson, 3.11.2009 kl. 00:00

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er sammála þér nafni.  Auðvitað á að skipta þessum eignum upp og selja til sem flestra, dreifa eignunum í þeim tilgangi að skapa samkeppni, en ekki að viðhalda einokuninni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.11.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband