1.11.2009 | 04:47
Trick or Treat?
Í dag ( eða gær laugardag) var Halloween og krakkarnir hér að Bjórá voru að sjálfsögðu búin að ræða það sín á milli að nú yrði sko safnað nammi, og það helst vel af því.
Dagurinn byrjaði snemma eins og laugardagar gera yfirleitt og farið var í Eistneska leikskólann, að sjálfsögðu í grímubúningum. Þar gafst einnig kostur á því að ná sér í nammi.
Þegar heim var komið þreytti heimiisfaðirinn frumraun sína í graskeraútskurði, með dyggri aðstoð og leiðbeiningum frumburðarins. Soðinn var þessi dýrindis graskerjasúpa og síðan bökuð pizza til að auka á stemmninguna.
Það var síðan upp úr 6 sem haldið var í leiðangur. Húsmóðirinn búinn að mála andlitin og ekkert að vanbúnaði. Árangurinn enda eftir því og við komum heim eftir rúman klukkutíma með troðna poka af nammi, kartöfluflögum og gúmmlaði.
En þreytan var líka farin að segja til sín og því var farið í háttinn án þess að borða mikið af fengnum.
En það er eitt hús í hverfinu sem alltaf sker sig úr, þar er ekkert til sparað og lögð á sig mikil vinna til að gera garðinn kláran fyrir Hrekkjavökuna. Allra handa dúkkur og líkneski, reykvélar og ljós.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.