Vísund á diskinn minn

Ég þurfti að skreppa í "sveitina" á fimmtudaginn.  Nánar tiltekið hér vestur eftir ef svo má að orði komast.

IMG 1920Þar keypti ég tvær steikur af vísundi.  "Rib eye" var það eina sem var á boðstólum á bændamarkaðnum.  Þessar tvær voru síðan drifnar á pönnuna í gærkveldi og bornar fram með sætum, kartöflum og öðru góðmeti.

Það er skemmst frá að segja að þetta kjöt var aldeilis frábært.  Bragðmikið, lungamjúkt og skemmtilegt undir tönn.

Vísundur verður án efa fljótlega aftur á boðstólum hér, nú þarf ég að fara að athuga hvort ég geti ekki náð í lund eða fillet einhversstaðar.

 

P.S.  Ég keypti þessar tvær sem á miðri mynd, aðeins undir miðanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband