6.10.2009 | 15:25
Jón og Jóhanna - aftur og nýbúin
Það er gott að Jóhanna er farin að tala við fjölmiðla, sérstaklega erlenda fjölmiðla, enda sjaldan verið mikilvægara að rödd Íslands heyrist á alþjóðavettvangi en nú.
En það væri óskandi að þetta viðtal í FT hefði verið fyrr, öflugra og að Jóhanna hefði eitthvað nýtt fram að færa. Þetta viðtal er óttalegt "þunnildi". En það er vissulega betra en ekkert að heyra Jóhönnu fordæma framgöngu IMF og Norðurlandaþjóðanna og hvernig Bretar beittu Íslendinga óréttmætu harðræði, með notkun hryðjuverkalaganna. Hún bendir líka réttilega á (eins og svo margir á undan henni) að ábyrgðin sé ekki öll Íslendinga, þó að Íslendingar geti auðvitað ekki sagt sig frá henni.
En því ríkari ástæða er til að standa á sínu fyrir hönd Íslendinga.
En það er ekki sama "þunnildisyfirbragðið" á annarri grein í FT, þar sem rætt er við m.a. Ögmund Jónasson og gamlan samflokksmann og "vopnabróður" Jóhönnu, Jón Baldvin Hannibalsson.
Þar er haft eftir Jóni, m.a.:
"The government has ended up looking like amateurs who went up against the tough, skilful British and Dutch negotiators and came back with a rotten deal," says Mr Hannibalsson.
Og Ögmundur segir:
"I think if we get rid of the IMF, and the sooner the better, we will rise to our feet again," Mr Jonasson adds, accusing the fund of imposing excessive and hasty budget cuts that will hurt Iceland's long-term competitiveness. "They are behaving like an economic police force acting in the interests of foreign creditors rather the best long-term interests of Iceland."
En svo er auðvitað nokkuð skondið að sjá Davíð Oddson skilgreindan sem "pólítískan guðföður" Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, líklega eitthvað sem hvorugur þeirra hefur átt von á að sjá á prenti, veit ekki með aðra.
En það er fyllsta ástæða til að hvetja alla til að heimsækja vefsíður FT og lesa viðtalið og greinina.
Jóhanna gagnrýnir Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gæti allt eins trúað að Davíð væri pólitískur guðfaðir Jóns Ásgeirs og Bush Bandaríkjaforseti pólitískur guðfaðir hans sem stóð fyrir sprengingu turnanna frægu fyrir nokkrum árum. Við megum aldrei gera ráð fyrir að fréttaflutningur sé heilagur sannleikur. Hann er oftar en ekki áróðursvopn pólitíkusa. Heilagi sannleikurinn er hinsvegar í okkar eigin hjörtum og tilfinningum.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.10.2009 kl. 15:31
Ætli þetta segi ekki mest um hvernig sá sem hefur aðstoða blaðamann FT (sem ég hef ekki hugmynd um hver eða hverjir hafa gert) á Íslandi. Það mætti segja mér það.
Blaðamenn hafa iðulega ekki tíma til þess að fara í ítarlegar bakgrunnsrannsóknir og treysta því á innlenda heimildamenn, sem er svo upp og ofan hvað þeirra "skoðanir" eða álit eru réttar eða ígrundaðar.
G. Tómas Gunnarsson, 7.10.2009 kl. 15:36
Ég las greinina og hún er góð. Útlendingar líta oft öðruvísi á málin en við og fjarlægðin leyfir þeim að fá aðra innsýn. Í þeirra augum er Davíð guðfaðir íslensku ólígarana og alveg eins og hjá Putin lenda sumir þeir upp á kant við "pabba gamla".
Þó Davíð og Jón Ásgeir vilji láta svo líta út á yfirborðinu að þeir séu óvinir eru þeir báðir hrunbræður og eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta að ekki sé flétt of rækilega ofna af útrásinni og gjörðum stjórnvalda, hvorugur þeirra er hrifin af Evu Joly, held ég!. Ég held líka að Jóni Ásgeiri hafi létt mikið þegar Davíð varð ritstjóri moggans. Þar með er Fréttablaðinu bjargað því varla fara Jóhanna og Steingrímur að skrifa í moggann.
Svo er að sjá hvort Jón Baldvin verði sannspár þegar hann segir:
"We are still in the danger zone," says Jon Baldvin Hannibalsson, a former finance and foreign minister, predicting that the next 12 months will be Iceland's true "annus horribilis".
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.10.2009 kl. 15:34
Greinin hjá FT er með ágætum.
Auðvitað vita allir sem það vilja vita að pólítískan stuðning hefur Jón Ásgeir sótt til Samfylkingarinnar. Það var enda þaðan og frá "álitsgjöfum" sem tengjast Samfylkingu sem köllin bárust um "illa" meðferð á Jóni Ásgeiri og Baugi.
Hinu er hins vegar ekki hægt að neita að vissulega varð þeim ágengt með fé sínu annars staðar, og Sjálfstæðismenn þar ekki undanskildir, en það verður seint tengt við Davíð, að ég tel.
Það er líka vissulega svo að betra er að eiga óvini en "öngvan að". Og enn er það svo að magir líta svo á að óvinir óvinar míns, eru vinir mínir. Það hefur Jón Ásgeir og Baugur getað nýtt sér vel, og þannig má segja að Davíð hafi reynst þeim betri en enginn.
Ég er alveg sammála Jóni Baldvini í því að næstu mánuðir geti orðið Íslendingum erfiðir.
Eitt er að lenda í hruni, annað að bregðast oft rangt við því, rétt eins og núverandi ríkisstjórn er að gera.
G. Tómas Gunnarsson, 13.10.2009 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.