Frábær einkunn Íslensku heilbrigðisþjónustunnar

Þessi niðurstaða er gríðarlega stór og falleg rós í hnappagat Íslenskrar heilbrigðisþjónustu.  Ég verð að viðurkenna að þessi niðurstaða kom mér afar skemmtilega á óvart.  Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að Íslensk heilbrigðisþjónusta stæði svona vel í samanburði, þó að ég hefði gert mér grein fyrir því að hún væri góð.

Ef til vill kom mér þetta á þægilega á óvart, því það er svo oft talað um heilbrigðisþjónustuna eins og hún sé afskipt, févana og við það að hrynja.

Það er til dæmis athyglivert að Íslensksa heilbrigðiskerfið er metið betra heldur en það Norska, Sænska og Finnska.  Af Norðurlandaþjóðunum, sem Íslendingum er svo tamt að bera sig við, eru það aðeins Danir sem eru metnir hafa betra heilbrigðisþjónustu.

Það kemur líka fram í könnuninni, að þegar gæði þjónustunnar eru reiknuð í hlutfalli á móti kostnaði (Bang for the Buck), þá er fær Ísland sömuleiðis afar glæsilega einkunn og er í 6. sæti.  Ofar en öll Norðurlöndin.  Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér einnig afar þægilega á óvart og vissulega er það hin einkunin, þar sem Ísland er í 3ja sæti sem vegur þyngra.

En skiptir þessi skýrsla einhverju máli?  Ég myndi segja að vissulega geri hún það.  Hún segir okkur að uppbygging Íslenska heilbrigðiskerfisins hefur verið með ágætum (þó að vissulega hljóti eðli málsins samkvæmt að vera eitt og annað sem betur má fara).  Skýrslan segir sömuleiðis að það sé rangt að í þessum hluta velferðarkerfisins hafi Ísland dregist aftur úr Norðurlandaþjóðunum, þvert á móti.

Skýrslan hlýtur líka að vekja upp efasemdir um að rétt sé og nauðsynlegt að fara í uppbbyggingu á nýju "hátæknispítala" eins og staðan er nú.  Heilbrigðiskerfið virðist standa nokkuð vel, og líklegt verður að telja að frekar væri þörf á fjármagni í rekstrarhliðina, en aukningu húsnæðis, nú þegar fjármagn er af afar skornum skammti. 

Spurning hvort að ríkisstjórnin ætti ekki að endurskoða fyrirætlanir sínar með uppbyggingu nýs spítala.

Þeir sem vilja kynna sér skýrsluna eða hlaða henni niður, geta fundið hana hér.


mbl.is Íslenska heilbrigðisþjónustan sú þriðja besta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það kemur e.t.v. mörgum á óvart þessi niðurstaða í ljósi 20 ára stanslauss áróðurs um hið gagnstæða frá vinstrimönnum sem ekki hafa komist til valda fyrr en nú.

En þetta kemur mér ekki á óvart. Ég er stoltur af því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um heilbrigðiskerfið

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2009 kl. 00:52

2 identicon

Gunnar, ég hef unnið í þessu kerfi sjálfur. Að kenna öðrum um eigin mistök og afglöp er háttur lítilmenna.

Guðlaugur rústaði t.d. geðbatteríinu.

Þetta hefur voðalega lítið að gera með flokka, heldur persónur sem ákvarðanir taka og stjórna. Einnig afburðagott starfsfólk ýmissa heilbrigðisstofnana.

Hér eru verulegir möguleika á nýjum störfum og taka að sér verkefni erlendis frá.

Erlingur Þ (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 10:32

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég endurtek það sem ég sagði í pistlinum, að þessi niðurstaða kom mér ánægjulega á óvart.

Það færi oft betur á að Íslendingar kynnu að meta hvað þeir hafa, en rökkuðu það ekki niður.  Þó að sjálfsagt sé margt sem betur mætti fara og misjafnar skoðanir á því hvernig beri að haga hlutunum.

Ég held að það sé ekki rétt að eigna Sjálfstæðisflokknum, eða nokkrum einum stjórnmálaflokki þennan árangur í heilbrigðismálum þjóðarinnar.

Stjórnmálaflokkar eða stjórnmálamenn tryggja ekki árangur þó að þeir geti vissulega haft jákvæð eða neikvæð áhrif.

En ef talað er um stjórnmálaflokka ber heldur ekki að gleyma því að Framsóknarflokkurinn fór lengi með Heilbrigðisráðuneytið og Alþýðuflokkur áður.

En vissulega hlýtur þessi niðurstaða að segja að ágætlega hafi verið staðið að heilbrigðismálum á Íslandi á undanförnum árum.  Undanfarið hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur lengst af stýrt þjóðarskútunni svo að einhverju leyti má sjálfsagt þakka þeim þennan árangur.  Stjórnmálamenn stjórna jú fjárveitingunum, en starfsfólkið er það sem allt stendur og fellur með.

En ég tek undir það að í heilbrigðisþjónustu felast ýmsir möguleikar ef rétt er haldið á spilunum.

G. Tómas Gunnarsson, 29.9.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband