Krónan eykur möguleikana

Það er alveg rétt að krónan órólegt flot hennar (sem er þó stýrt að verulegu leyti þessa dagana) gefur Íslendingingum aukna möguleika á því að vinna sig út úr kreppunni.  En hún tryggir það ekki, það þarf fleira að koma til.

En krónan styrkir stöðu útflutningsgreina og styrkir samkeppnisgrundvöll innlendrar framleiðslu gegn erlendri.  Fall krónunnar hefur dregið úr innflutningi komið vöruskiptajöfnuðinum yfir í plús og varðveitt atvinnu.

En það er líklegt að fylgst verði með bæði efnahag Íslands og Írlands (or reyndar allra landa) á næstu misserum. Deutsche Bank telur möguleika Íslendinga betri og ég held að það sé mikið til í því.

En það veltur auðvitað enn þá meira á því hvernig stjórnvöld spila úr tækifærunum.  Það lofar ekkert allt of góðu.

En þessa stuttu umfjöllun FT (sem er raunar hálfgert blogg), má finna hér.


mbl.is Ísland betur statt en Írland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband