25.9.2009 | 14:40
Katrín Jakobsdóttir vill tryggja sjálfstæði Davíðs
Ég gat ekki að því gert að mér þótti þessi frétt á vef RUV nokkuð skondin.
Með tilliti til frétta úr fjölmiðlaheiminum liggur næst við að draga þá ályktun að Katrínu þyki brýnt að tryggja sjálfstæði Davíðs frá eigendum Morgunblaðsins.
En upphaf þessarar stuttu fréttar er líka athyglivert, ekki síst með tilliti til fársins sem virðist ríkja á Íslandi út af ráðningu Davíðs:
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir fjölmiðla metna út frá því hverjir eiga þá, og ekki síður hverjir stýra þeim.
Mennta og menningarmálaráðherra segir fjölmiðla metna út frá því hverjir eiga þá og hverjir stýri þeim. Hún minnist ekkert á innihaldið, það skiptir líklega litlu eða engu máli.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Aulahúmor, Fjölmiðlar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.