Fögnum frjálsu flæði fólks

Það er sjálfsagt að fagna því að frjálst flæði fólks á evrópska efnahagsvæðinu sé nú að fullu í gildi á Íslandi.  Þó eflaust hafi mátt finna einhver rök fyrir því að aðlögunartími hafi verið settur á, áður en nýju aðildarþjóðirnar í A-Evrópu fengu full réttindi, get ég ekki séð hvað ætti að réttlæta það að framlengja þessa réttindaskerðingu þeirra.

Mér finnst eilítið skrýtið að sjá verkalýðshreyfinguna tala gegn því að þessu fólki sé gert kleyft að koma hingað til starfa.  Hefur ekki verkalýðshreyfingin verið fylgjandi EES samningnum, í það minnsta kosti að mestu leyti?  Hafa ekki heyrst sterkar ESB raddir innan úr verkalýðshreyfingunni?  Ekki vill verkalýðshreyfingin að íslendingar segi upp EES samningnum?  Eða er verkalýðshreyfingin þeirrar skoðunar að EES samningurinn sé eins og hlaðborð eða "dim sum", við veljum bara það sem okkur þykir gott og látum hitt eiga sig? 

Ég verð að segja að mér þykir þetta verkalýðshreyfingunni lítt til sóma og sömuleiðis þeim stjórnmálamönnum sem mér virðist vera að fiska á svipuðum slóðum. 

Væri ekki nær fyrir verkalýðshreyfinguna að taka vel á móti þessu fólki, keppast um að gæta réttinda þeirra (þeim mun líklega vera skylt að greiða gjald til verkalýðsfélaganna eins og öðrum) og standa fast á því að íslenskum kjarasamningum sé framfylgt. 

Ég er líka hálf hissa ef stuðningsmenn EES samningsins og þó sérstaklega þeir sem eru fylgjandi inngöngu Íslands í ESB skuli ekki mótmæla þessum málflutningi verkalýðsforkólfa.  Frjálst flæði fólks er nú einu sinni einn af hornsteinum ESB og EES samningsins.


mbl.is Lög um frjálsa för verkafólks tóku gildi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það á reka allt þetta hevítis útlendinga hyski eins langt frá landinu og hægt er
Þetta er óþjóðalýður sem á að vera heima hjá sér

Guðjón Ólafsson (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 20:08

2 identicon

Ég er alveg sammála þér hvað EES-samninginn varðar, ef við ætlum að vera með í þessu samstarfi á annað borð þá eigum við auðvitað að koma jafnt fram við alla og vera ekki með íþyngjandi og óþarfa fyrirvara gagnvart einstaka þjóðum. Ég hef þó vissan skilning á áhyggjum verkalýðshreyfingarinnar, frelsinu verður að fylgja náið eftirlit með því að ekki sé brotið á þeim sem hingað koma og viðurlög gagnvart þeim sem að fremja slík brot. Það má aldrei gleymast í þessu tali um innflutt "vinnuafl" að þar fer fólk af holdi og blóði sem hefur þarfir og þarfnast verndar rétt eins og innfæddir, það er því mikil ábyrgð sem felst í því að hleypa því inn í landið.

Ég vona bara að gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar verði ekki sem olía á eld rasisma og minnimáttarkenndar sem nú virðist eiga sér töluverðan hljómgrunn meðal þjóðarinnar, það er enda alls ekki tilgangur hennar trúi ég.

Bjarki S (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband