Bullukollur á Bloomberg

Hún er æ ljósari, nauðsynin að utanríkis og forsætisráðuneytið taki Ólaf Ragnar Grímsson og lesi honum pistilinn.  Sú staðreynd er þó enn ljósari að það verður ekki gert í tíð þessarar ríkistjórnar og því miður líklega aldrei.

Eins og bullukollum er tamt fer Ólafur síknt og heilagt langt út fyrir verksvið sitt og tjáir sig um mál langt langt utan þess.

Í þessu tilfelli er það auðvitað hárrétt hjá Ólafi að Íslensku bankarnir störfuðu undir regluumhverfi því sem "Sambandið" hefur sett um banka og fjármálastofnanir.  En hvort að þeir hafi starfað 100% eftir því er annar handleggur. 

Það er einmitt það sem er verið að rannsaka núna, og eftir minni bestu vitneskju hefur Ólafur ekki starfað að þeirri rannsókn.  Það færi því best á því að hann væri ekki að gefa út hrein sakarvottorð í þessum málum, frekar en öðrum.

En auðvitað þekkir Ólafur vel til aðalleikendanna í Íslensku bönkunum, ef til vill hafa þeir sagt honum að þeir hafi fylgt leikreglunum í þaula og aldrei tekið þátt í því að hagræða hlutabréfaverði eða neitt því um líkt.  Ja, ekki frekar en Martha Stewart.

Enda hafa útflutningsverðlaun varla verið veitt út á hjómið eitt, eða vafasamir "pappírar" setið til borðs að Bessastöðum.

 

 


mbl.is Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvitað alveg skelfilegt að sitja uppi með svona trúð sem kann ekki að skammast sín sem forseta.

Oink (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband