23.9.2009 | 15:32
Að hafa áhyggjur af því sem ekki er lesið
Það hefur verið býsna skondið að fylgjast með sívaxandi áhyggjum margra af því hver verður ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins. Fyrir utan sálarangist margra yfir því að fyrrverandi ritstjóri hafi verið látinn taka pennann sinn.
Það er ljóst að rekstur blaðsins er afar erfiður og er líklegur til þess að vera það áfram næstu misseri eða lengur.
Hvað héldu menn að gert yrði? Skúringakonunum sagt upp?
Mér finnst blasa við að það þurfi gagngeran uppskurð á rekstri og skipulagi blaðsins. Mér finnst ekki óeðlilegt að fyrrverandi ritstjóri (sem er jú "uppalinn" á blaðinu) hafi ekki verið talinn rétti einstaklingurinn til að standa í framlínunni í þeirri aðgerð.
Líklega væri best fyrir blaðið að nýr einstaklingur sem ekki hefur komið að blaðinu áður, stýri því í þeirri aðgerð.
En það er líka skondið að sjá að margir þeir sem hafa hvað mestar áhyggjur af ritstjórastöðu Morgunblaðsins lýsa því jafnframt yfir að þeir hafi ekki keypt eða lesið blaðið um langa hríð, og telja það jafnvel nokkuð léttvægt.
Það rænir þá auvitað svefni, hver verður ritstjóri þess sem þeir ekki kaupa eða lesa.
Sjálfur hef ég engar áhyggjur af ritstjórastólnum, gerist næsta víst ekki áskrifandi. Dómurinn yfir þeim sem tekur við er svo við hæfi að fella eftir einhverja mánuði, eða hvað?
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við þetta má svo bæta, að það sem ritstjórinn skrifar í Moggann, þ.e. leiðara og Reykjavíkurbréf, er líklega eitt minnst lesna efni blaðsins. Þær hugmyndir að Mogginn sé á einhvern hátt skoðanamyndandi í þjóðfélaginu eru á misskilningi byggðar. Það er vitað mál, að það sem er mest lesið í Mogganum af almennum áskrifendum eru minningargreinarnar.
Eini fjölmiðillinn á Íslandi sem er að ráði skoðanamyndandi er RÚV, þe, fréttastofan og Kastljósið.
Þeir sem halda að nota megi Moggann sem tæki í valdabaráttu vaða í villu. Mogginn er deyjandi ellibelgur sem enginn hlustar lengur á. Svo sorglegt sem það nú er.
Kristján G. Arngrímsson, 24.9.2009 kl. 09:55
Kannski mætti halda því fram með nokkrum sannfæringarkrafti að það eina sem geti fengið fólk til að lesa leiðara og Reykjavíkurbréf blaðsins sé að þetta verði skrifað af DO. Þannig gæti það verið klókt, ef nánar er að gáð, að fá hann í ritstjórastólinn. ALLT sem hann segir vekur athygli. Það er einfaldlega staðreynd sem blasir við.
Kristján G. Arngrímsson, 24.9.2009 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.