Arnarhreiðrið - raunveruleikasjónvarp

Arnarhreiðrið

Ég frétti af þessari vefmyndavél (sjá tengil hér að neðan) núna í gær, taldi rétt að deila henni með sem flestum.  Þarna má sjá á stundum svo góða og skýra mynd af frá bakgarði á Hornby Island, Bresku Kolumbíu, að undrum sætir.

En vissulega er það ekki bakgarðurinn sem hefur þetta aðdráttarafl, heldur ernir sem hafa byggt sér hreiður þar.  Þetta er víst annað árið í röð sem þeir verpa þarna og nú hefur tekist að varpa þessu beint á netið.  Lítill  arnarungi átti að hafa komið  í heiminn á föstudaginn var, aldrei tókst mér að sjá hann, enda er nú er búið að bera það til baka.  Líklegast þykir því að varpið hafi misfarist.

Þetta er stórkostleg sjón, en rétt er þó að vara þá við sem hyggjast fylgjast með arnarparinu, að aðsóknin á síðuna er slík, að erfitt getur verið að ná sambandi við myndavélina.  Talið er að um og yfir 100 milljónir heimsókna hafi verið á síðuna á undanförnum mánuði eða svo, þannig að þó að aðstoð frá Microsoft og fleiri stórfyrirtækjum hafi komið til, er síðan gjarna við það að fara á hliðina.

Hér að neðan er tengill á síðuna, annar á frétt Globe and Mail um arnarhreiðrið og sá þriðji og fjórði frá CTV.

P.S. Núna hefur mér reynst ómögulegt að ná sambandi við síðuna í nokkurn tíma, en það borgar sig að reyna.

 http://www.infotecbusinesssystems.com/wildlife/

http://www.theglobeandmail.com/servlet/story/RTGAM.20060429.weagle0430/BNStory/Science/home

http://www.ctv.ca/servlet/ArticleNews/story/CTVNews/20060428/eagle_eggs060428/20060428?hub=TopStories

http://www.ctv.ca/servlet/ArticleNews/story/CTVNews/20060430/overdue_eggs060430/20060501?hub=SciTech


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband