29.8.2009 | 07:24
Lýðskrum er annað orð
Ég er alveg sammála frú Joly hvað þetta varðar. Þetta fyrirkomulag lyktar af pólítísku sjónarspili og lýðskrumi langar leiðir.
Líklega þekkir Joly af eigin reynslu að það verður að sækja af hörku og eftir hefðbundnum lagalegum leiðum, ef árangur á að nást.
Það er enda skrýtið ef ríkisstjórnin treystir ekki á lagalegt umhverfi landsins og vill reyna undarlega einkamála leið.
Hljómar ekki traustvekjandi, en ríkisstjórnin vill sýnast hörð af sér og Steingrímur "Lonesome Cowboy" Sigfússon hefur ekki fundið betri leið til þess en þá sem hér er rædd.
En ég held að lítils árangurs sé að vænta, enda líklega ekki reiknað með honum. En lýðskrum er jú ódýr leið sem oft gefst vel.
Telur nýjan starfshóp pólitískt útspil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.