28.8.2009 | 14:13
Þrasheimur stjórnmálamanns
Það er fróðlegt að lesa grein Sigurðar Líndal á Pressuvefnum. Sigurður hefur líklega verið að eins lengi og ég man, og oft hefur verið vitnað til hans og hans álit fengið í álitamálum. Einhverra hluta vegna hafa fjölmiðlar þó ekki gert skoðunum Sigurðar eins hátt undir höfði nú og oft áður.
Ég skora á alla að lesa greinina, þó að hún sé löng og á köflum ef til vill ekki auðlesin, efnið er þess eðlis, þá er þeim tíma vel varið. Sigurður skrifar góðan texta og er mér vitanlega ekk kunnur fyrir sleggjdóma eða óþarfa upphrópanir.
En lokaorð Sigurðar vöktu sérstaka athygli mína, þar segir orðrétt:
Aldrei var það ætlun mín að blanda mér í umræður um Icesave-málið, enda aðrir betur fallnir til þess, en mér ofbuðu svo skrif Jóns Baldvins í Morgunblaðinu 7. júlí 2009 og raunar fleira sem hann hefur skrifað um málið að ég gat ekki orða bundizt.
Ýmislegt hefur verið sagt um orsakir efnahagshrunsins á Íslandi og þar eru áreiðanlega ekki öll kurl komin til grafar. Meðal sökudólga hafa fjölmiðlar verið nefndir og látið að því liggja að auðmenn og útrásarvíkingar hafi haft helzt til mikil áhrif á gagnrýnislaus skrif þeirra. Þetta mætti vissulega kanna nánar en gert hefur verið, en jafnframt ætti að skoða þá stjórnmálaumræðu sem fram fer í landinu.Hver skyldi vera þáttur hennar? Hér að framan hefur verið brugðið upp mynd af því hvernig fyrrverandi flokksformaður, utanríkisráðherra og síðast sendiherra stendur að verki. Er líklegt að almenningur í landinu nái áttum og auðsynlegt aðhald verði tryggt, þegar umræða af þessu tagi dynur í eyrum manna alla tíð?
Hér er talað um Jón Baldvin "allt fyrir ekkert" Hannibalsson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.