Skrýtin skaðabótamál

Ég verð að viðurkenna að mér þykir þessi frétt skrýtin og málið lykta af lýðskrumi.  Nú ætlar ríkisstjórnin að sýna að hún láti "auðmenn" ekki komast upp með neinn moðreyk.

En ef lög hafa ekki verið brotin, fyrir hvað eiga þá skaðabætur að koma?  Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að lögsækja "hrunfólkið" eftir hefðbundnum leiðum, verður varla talið líklegt að um miklar sakfellingar eða skaðabætur verði að ræða.

En það verður fróðlegt að fylgjast með hvort að það verði að tískubylgju að ríkisstjórnir höfði einkamál í framtíðinni.

Næsta ríkisstjórn gæti t.d. höfðað einkamál gegn Svavari Gestssyni, Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir slælega frammistöðu í IceSave málinu, og því tjóni sem þau hafi valdið þjóðinnni með þeirri framgöngu sinni.

Nema auðvitað að Íslenskir skattborgarar taki sig saman og höfði það mál.

Skaðabótaréttur verður líklega vænleg grein fyrir lögfræðinga í framtíðinni.


mbl.is Höfða einkamál gegn hrunfólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Góður!

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.8.2009 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband