Fullur eða ófullur, það er ekki aðalmálið

Nú er mikið rætt um það hvort að þingmaður hafi verið drukkinn eður ei í ræðustól á Alþingi.

Nú er drykkja við vinnu vissulega ekki til fyrirmyndar, en ég verð þó að lýsa þeirri skoðun minni að það geti ekki talist aðalatriðið.

En það hlýtur vissulega að vera áhyggjuefni ef þingmenn eru edrú, en koma fram sem hálfgerðir fábjánar í þinginu.  En líklega telst það ekki til stórra tíðinda á Alþingi Íslendinga.

Má ég frekar biðja um örlítið drukkinn þingmann sem talar af viti, en ódrukkinn sem þruglar og bullar tóma vitleysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband