Margnýtt staðarnöfn

Það er líklega flestum kunnugt hve hlýtt þeir Evrópubúar sem fluttust til Ameríku, hugsuðu til heimahaganna, alla vegna er það sú niðurstaða sem hlýtur að vera dregin, þegar litið er til þess hve mörg af staðarheitum og örnefnum þeir "fluttu" með sér.

Þannig rennur Don lygn hér í austurhluta Toronto.  Hér nokkru vestar í Ontario er að finna London, ennþá má líka finna staðarskilti með heitinu Paris hér í fylkinu og Waterloo er ágætis borg. Hull og Grimsby eru mörgum Íslendingum að góðu kunnar, en færri hafa líklega komið til Grimsby hér í Ontario eða Hull í Quebec.

Þannig mætti lengja telja, og vissulega getur það valdið misskilningi þegar talað er um þessa staði. 

Cambridge, Ontario er t.d. skemmtilegur bær, en sé litið til menntunar, er sá Breski líklega frekar hærra skrifaður.


mbl.is Rugluðust á Ástralíu og Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband