Hvað skapar árangur?

Auðvitað er þetta ekki það sem Íslendingar vilja heyra, að menntakerfið í landinu sé að síga afturúr og sé undir meðaltali OECD ríkja.  Vissulega eitthvað sem þarf að huga að hvernig verði bætt.

En það væri verulega fróðlegt að sjá samanburð á mældum námsárangri með tilliti til þess hve mikill kostnaðurinn er, bæði sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og kostnaður á nemanda.

Ég sá fyrir nokkru skýrslu þeirrar gerðar sem fjallaði um heilbrigðiskerfi í Evrópu.  Þar kom skýrt fram að ekki var saman sem merki á milli eyðslu og árangurs.

En Íslendingar þurfa vissulega að ræða hvernig þeir geta bætt námsárangur, en það er ekki endilega að lausnin liggi í því að auka fjárframlög.  Slík lausn enda líklega ekki möguleg um þessar mundir.


mbl.is Ísland undir meðaltali OECD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég hef lúmskan grun um að það séu ekki aðeins stjórnvöld heldur einnig menntastofnanaráðamenn sem telja að besta leiðin til að bæta menntunina sé að auka peningastrauminn. Kannski er það til bóta í sumum tilvikum, en áreiðanlega ekki öllum. En kannski dettur fólki bara aldrei neitt annað í hug en að "meiri pening" sé allra meina bót.

Kristján G. Arngrímsson, 18.8.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni (engar vísindarannsóknir að baki því) að menn hafi lítt velt fyrir sér öðrum lausnum en auknum fjármunum til að bæta Íslenska menntakerfið á undanförnum árum.

En það væri vissulega þarft að velta upp öðrum hlutum.  Ég veit ekki hvar lausnin liggur, en það er vissulega þörf á bót.

G. Tómas Gunnarsson, 19.8.2009 kl. 02:23

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eitt af því sem oft er kvartað undan er stórir bekkir - mörg börn. En samkvæmt einhverjum rannsóknum sem ég sá um áhrifaþætti námsárangurs hefur bekkjarstærð lítil sem engin áhrif.

Kristján G. Arngrímsson, 20.8.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband