4.8.2009 | 17:19
Gat ekki endað öðruvísi
Það er rétt ákvörðun hjá Kaupþingi að fylgja lögbannskröfunni ekki eftir. Það var reginvitleysa að fara af stað með hana.
Sú krafa gat aðeins aukið tjónið sem bankinn hafði þegar orðið fyrir.
En það er líka verulega sérstök aðferð að setja aðeins lögbann á einn aðila, eina fréttastofu. Öðrum fjömiðlum var eftir sem áður frjálst að fjalla um málið.
Við fyrstu sýn er eins og bankinn hafi ekki séð ástæðu til að óttast annað en að aðrir fjölmiðlar myndu hlýða og hætta að fjalla um málið.
Hitt er svo annað mál að það er ekki óskiljanlegt að einhverjir reiðist (eins og Danirnir t.d.) og vissulega leikur enginn vafi á því að það að um lögbrot er að ræða.
En það breytir því ekki að gögnin eru komin út, þau verða ekki byrgð úr þessu, hvorki með lögbanni eða öðrum aðgerðum.
Hitt er svo annað mál hvort að Alþingi telur rétt að breyta lögum um bankaleynd. Það er önnur umræða.
Falla frá lögbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
When is the Icelandic Government going to get it´s finger out and get the financial terrorists behind bars.......They should be doing what Gordon brown did and freeze all assets of any Gangster involved in the movement of money and loans prior to the collapse........All you hear is....There is no Law to do this......
Then make a fxxxxg Law!!! What is Althingi for anyway??????
Fair Play (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.