Það er ennþá frjálst að lesa og hugsa

Þó að ég get ef til vill skilið Kaupþing að sækjast eftir lögbanni á birtingu gagnanna, á þeirri forsendu að þeim beri skylda til þess, því vissulega ber þeim skylda til þess að reyna að vernda viðskiptavini sína.  Það eina sem vinnst því með lögbannskröfunni er að Kaupþing hámarkar tjón sitt af atburðinum.

Fjölmiðlar eru búnir að fjalla um málið.  Þúsundir einstaklinga (þar á meðal ég) eru búnir að hlaða niður gögnunum og eru að skoða þau, senda þau og draga ályktanir sínar af þeim.

Og Kaupþing getur ekki sett lögbann á lestrarkunnáttu okkar og ályktunarhæfni, né hugsanir.

Það er of seint að birgja gögin þegar þau liggja fyrir á netinu.

Ef eitthvað er hugsa ég að það væri betra fyrir Kaupþing að fjölmiðlar fjalli um málið, úr því sem komið er, heldur en að láta "kaffistofum" og okkur bloggurum það eftir.

Það er vissulega umdeilanlegt hvort að þessar upplýsingar eigi erindi við almenning, en þar sem almenningi er ætlað að reisa við bankanna, hlýtur að vera stór spurning hvort að hann eigi ekki rétt á því að vita hvers vegna?  Hvers vegna er þarf almenningur að setja punga út þessum upphæðum til að rétta við bankana?

Á móti kemur hins vegar réttur einstaklinga og fyrirtækja til að hafa fjármál sín sem einkamál, en það er auðvitað spurning hvort að sá réttur falli niður ef almenningur þarf að borga brúsann.

Hitt er þó óvéfengjanlegt, gögnin eru þegar opinber.  Með því að krefjast lögbanns á umfjöllun um þau er Kaupþing að hella olíu á eldinn. 

Að mínu mati er það afar skrýtin og heimskuleg ákvörðun, en þó líklega ekki sú eina af þeim toganum sem tekin er Íslenska bankakerfinu um þessar mundir.

En ákvörðun dómstóla er líka umdeilanleg.  Ef fjömiðlar mega ekki fjalla um það sem er almenningi opið á internetinu, hvert erum við þá komin?

 

 

 


mbl.is Lögbanni mögulega hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

megum við almenningur ekki líka vita hvaða fyrtækjum við eigum rétt á að ganga að og selja til að lágmarka tjónið eða geta þessir aðilar átt fyrirtækin eftir að hafa lánað sjálfum sér almannafé til að kaupa þau og strika svo sjálfir út skuldirnar...ég segi nei

zappa (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 01:57

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Búum við í Kína??Erum ekkert betra sett en þar í landi.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 14:27

3 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Er það "nýja"  Kaupþing sem  bað um lögbannið eða "gamla" Kaupþing. Eða er kannske bara um sama bankann að ræða. En hvort heldur er þá á nýja Kaupþing þessar skuldir og þar með Íslenska þjóðin. Er nokkuð annað en að taka öll fyrirtæki þessara skuldara yfir og þjóðnýta allt draslið. Símann, Granda, o.fl. o.fl og byrja upp á nýtt. Og  kannski er betra að gera það fyrr en seinna.

Stöndum saman.

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 2.8.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband