31.7.2009 | 18:08
Hrein snilld
Það er auðvitað hrein snilld að Schumacher skuli ætla að bæta nokkrum keppnum við ferilinn. Það er einfaldlega eitthvað það besta sem komið gat fyrir Formúluna akkúrat núna.
Þetta kemur til með að draga áhangendur að brautunum jafnt sem sjónvarpstækjunum. Formúlan hefur hefur með sviplausara móti þetta tímabilið og of mikill kraftur farið í deilur og illindi.
En það er hins vegar ólíklegt að Schumacher eigi eftir að vinna sigra það sem eftir er tímbilsins. Það er til of mikils ætlast af ökumanni sem hefur ekki ekið í u.þ.b. ár, og auk þess er ástand Ferrari bílsins ekki með því móti þessa stundina að reikna megi með stórkostlegum árangri. Bíllinn hefur þó verið að sækja í sig veðrið, og ef einhver er fær um að hjálpa til við uppsetninguna, er það auðvitað Schumacher.
En að sjálfsögðu er Schumacher reiðubúinn til að leggja Ferrari lið og ekki hefur það líklega dregið úr honum, að með þessu gerir hann Massa vini sínum stóran greiða. Það er mun betra fyrir Massa að sá er hleypur í skarðið, sé staðráðinn í því að hverfa frá aftur.
Schumacher keppir í stað Massa í Valencia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru frábærar fréttir fyrir formúluna. Þetta verður athyglisvert að fylgjast með.
Miðað við að Raikkonen náði 2.sæti í síðustu keppni að þá er Ferrari bíllinn alveg keppnisfær.
Schumacher hefur aldrei verið minn uppáhalds ökumaður. Mika Hakkinen var í uppáhaldi hjá mér ... og var keppinautur þjóðverjans þannig að .... og síðan landi hans Raikkonen ... þannig að maður hefur aldrei haldið með kallinum.
En.. nú keyrir hann með mínum manni .. þannig að maður vonar bara að Ferraribílarnir verði í 1 og 2 sæti út tímabilið ;)
ThoR-E, 2.8.2009 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.