Það er ekki sama hvort það er með eða á móti

Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð var það samningsatriði að ekki skyldi vera hugað að "Sambandsaðild" á því kjörtímabili sem var framundan.

Allan starfstíma þeirrar ríkisstjórnar töluðu ýmsir ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar sínkt og heilagt um nauðsyn aðildar.

Í sáttmála núverandi ríkisstjórnar er kveðið á um að lögð skuli fram tillaga á Alþingi um aðildarumsókn.  Þó segir í sáttmálanum:

Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.

Nú þegar ráðherra Vinstri grænna og nokkrir þingmenn leyfa sér að vera á móti aðildarviðræðum og jafnvel fresta þeim, er Samfylkingarfólki nóg boðið og vilja helst að viðkomandi ráðherra segi af sér.

Skrýtið?

Það er augljóslega ekki sama hvort menn eru með eða á móti "Sambandsaðild" og sjálfsagt að stærri flokkurinn kúgi minni flokkinn í ríkisstjórnarsamstarfi, þ.e.a.s. ef stærri flokkurinn er Samyfylkingin.

Flestir fjölmiðlamenn virðast svo hafa þetta sama sjónarhorn og Samfylkingin.

Skrýtið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymir því að í stjórnarsáttmálanum hjá Samfylkingu og VG er sagt að sækja skuli um aðild að ESB.

Einnig má hafa það í huga að samkvæmt skoðanakönnunum frá í vetur vill rúmur helmingur kjósenda VG sækja um aðild og um þriðjungur er hlyntur aðild.

Hver er að kúga hvern?

Pétur (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hvað bendir til að "flestir fjölmiðlamenn" hafi sama sjónarhorn og Samfylkingin? Og hvernig kemur það fram? (Ég geri ráð fyrir að þú eigir við fréttaflutning fjölmiðlamannanna, ekki prívatskoðanir þeirra).

Kristján G. Arngrímsson, 27.7.2009 kl. 12:11

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég skal fúslega viðurkenna að ég baki þeim orðum að "Flestir fjölmiðlamenn virðast svo hafa þetta sama sjónarhorn og Samfylkingin.", býr ekki nein vísindaleg rannsókn sem hægt er að vísa í.

En eins og málin blasa við mér, þá virðist mér fjölmiðlar hafa sett upp málin - rétt eins og Samfylkingin - að VG sé ekki að standa við sitt, sé að svíkja. 

Ég skil stjórnarsáttmálann á þann veg að flokkarnir hafi verið sammála um að láta Alþingi um að ákveða málið, enda kveður sáttmálinn á um að utanríkisráðherra leggi fram frumvarp um aðildarumsókn á þingi.

Á þingi ber ráðherrum jafnt sem þingmönnum að fylgja sannfæringu sinni, en ekki samþykktum ríkisstjórnar.  Enda kveður stjórnarsáttmálinn á um eins og segir í blogginu "Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma." .

Samfylkingin virðist hafa verið full sjálfstraust hvað málið varðaði á þeim tíma, enda Össur líklega búinn að handsala leynisamningin við Þráinn um atkvæði Borgarahreyfingarinnar.

Þess vegna er ekki óeðlilegt að einstaklingar innan VG hafi misjafnar skoðanir, enda virðist litið á það í stjórnarsáttmálanum sem eðlilegt.

En mér virðist samt flestir fjölmiðlamenn nota sjónahól Samfylkingar á málið og flytja fréttir eins og Vg séu að svíkja og eðililegt sé að Samfylkingin sé að "hamra" á þeim til að fá þá til að virða stjórnarsáttmálann.

Þetta er eins og áður sagði sú tilfining sem ég fæ þegar ég les Íslenskar fréttir, en ekki niðurstaða fjölmiðlarannsóknar.

G. Tómas Gunnarsson, 27.7.2009 kl. 14:20

4 identicon

Í stjórnarsáttmálanum segir að sótt skuli um aðild og þjóðin síðan að segja sitt álit þegar samningurinn er í höfn. Svo kemur þetta sem þú vitnar í:

"Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma"

Einfaldara getur það ekki verið, svom m.a. virkar lýðræðið.

Pétur (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 17:29

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Og baráttan um það hvort að aðildarsamningur verði felldur eður ei er þegar hafin. 

Persónlulega hef ég enga trú á öðru en að sú samningnanefnd sem verður skipuð af Íslands hálfu komi heim með samning um "Sambandsaðild".

En ég er sannfærður um að ég mun greiða atkvæði á móti honum.  Ég reikna með því að það muni Jón Bjarnason einnig gera.

Er það á einhvern hátt á mót stjórnarsáttmálanum að hann láti það í ljós að svo muni verða?

P.S.  Persónulega sé ég ekkert á móti því að sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra sé yfirlýstur andstæðingur "Sambandsaðildar", frekar en að utanríkis, iðnaðar, félagsmála, og forsætisráðherra séu yfirlýstir stuðningsmenn aðildar.

Það verður að taka það með í reikningin að samþykkt Alþingis var aðeins um að sækja um aðild, ekki stuðningsyfirlýsing við aðild.

Persónulega hefði ég talið það betra að láta aðildarumsókn eiga sig, en úr því sem komið er, þá er betra að einstaklingar láti skoðanir sínar í ljós og séu frjálsir að því.

G. Tómas Gunnarsson, 27.7.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband