Að eiga von á glæsilegri niðurstöðu

Margir tala nú eins og Ísland sé nú þegar á leið í Evrópusambandið.  Aðrir segja að það sé engin spurning um að Ísland nái aldrei þeim samningi sem að þjóðin muni sætta sig við og því verði aðild felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Reyndar gefa niðurstöður skoðanakannana það til kynna, að Íslendingar vilji sækja um aðild að Evrópusambandinu, en kæri sig ekkert um aðild að sama "Sambandi".  Þeir vilja sem sé fá samning, en reikna með því að fella hann.

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið og hef ekki verið í neinum vandræðum að komast að þeirri niðurstöðu án þess að hafa niðurstöður aðildarviðræðna til aðstoðar.

Því þó að það sé rétt að engin leið sé að fullyrða 100% um niðurstöður aðildarviðræðna, þá er auðveldlega hægt að gera sér nokkra grein fyrir því hvort að áhugi sé fyrir því að Ísland gangi í "Sambandið", með því að skoða "Sambandið" sjálft, og þá samninga sem aðrar þjóðir hafa gert.

Eða eiga Íslendingar að halda dauðahaldi í vonina um að samningmenn þeirra komi "eina ferðina enn" heim með "glæsilega niðurstöðu"?  Eiga Íslendingar von á að aftur verði fullyrt við þá að þeir hafi fengið "allt fyrir ekkert"?

Ég trúi ekki á jólasveininn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sama hver niðurstaðan verður þá verður hún sérlega glæsileg í á RÚV og líklegast í flestum öðrum miðlum sem þá tóra ennþá.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 12:13

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það fer líklega mest eftir því hvernig ástandið verður hér á landi þegar samningurinn kemur til þjóðaratkvæðis hvort hann verður samþykktur eða felldur.

Ætli séu tvö ár í það? Amk. verður það ekki á næstunni, og margt getur breyst hér þangað til. Ef ástandið skánar að ráði og krónan styrkist er ekki ástæða til aðildar, en ef við höngum áfram á horriminni og krónan verður áfram ónýt held ég að flestir verði búnir að gefast upp á að hokra hérna í "sjálfstæðinu" og kjósi sér evru.

Ég vona að við berum gæfu til að líta á þetta sem praktískt atriði fremur en ídeólógíska spurningu um eitthvað loðið og teygjanlegt á borð við "sjálfstæði".

Kristján G. Arngrímsson, 20.7.2009 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband