Er fléttan að gera Brussel að bjargvætti?

Ég var nú sem oftar að þvælast um á netinu, þegar ég sá vangaveltur um það að Evrópusambandið skerist í leikinn hvað varðar IceSave deiluna.

Þessar vangveltur (sem ég sá á bloggsíðu Guðmundar Magnússonar) eru tilkomnar vegna ummæla Ingibjargar Sólrúnar þess efnis að hún vildi meina að aðkoma "Sambandsins" hefði verið tryggð, og undraði sig á því hvers vegna hún hefði ekki orðið.

Þetta mun hún hafa látið hafa eftir sér í Ríkisútvarpinu (sem ég heyrði ekki, en Guðmundur vísaði í endursögn Eyjunnar, sem finna má hér).

Þetta er vissulega athyglivert.  Vissulega snertir málefnið "Sambandið" með beinum hætti, enda um að ræða deilumál hvað varðar löggjöf þess um bankarekstur og innistæðutryggingar.

En hvers vegna skyldi "Sambandið" halda sig til hlés, ef búið hefur verið að ákveða að það kæmi að lausn málsins?

Um það er að sjálfsögðu erfitt að fullyrða, en það sem flaug strax um huga mér, var að nú væri verið að "hanna atburðarásina", og breytt hefði verið um taktík.

Annað tveggja, að það hefði verið talið vænlegra fyrir "Sambandið" að halda sig til hlés, og skaða ekki orðspor sitt hjá Íslendingum frekar en orðið væri, eða þá hitt að meiningin væri að reyna að gera bjargvætt úr Brussel.

"Sambandið" myndi koma að málum á seinni stigum, eftir að Íslendingar hafa sótt um aðild að "Sambandinu" og finna lausn sem væri Íslendingum hagstæðari en sú "glæsilega niðurstaða" sem Svavar Gestsson og félagar náðu.

Eins og flestir vita hefur meirihluti Íslendinga verið andsnúnir aðild að "Sambandinu", en ef það væri eitthvað sem gæti gert þá vinveitta og áfjáða um aðild, væri ef IceSave samningurinn yrði gerður þeim léttbærari.

Líklega hljómar þetta hálf ótrúlega, en það gerir líka sú staðreynd að utanríkisráðherra Íslands talar um að sækja um styrk til Evrópusambandsins til að greiða hluta að af kostnaði Íslands við aðildarviðræður við það sama "Samband".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Svipuðum hugleiðingum var varpað fram hér því aðildarsamningur að ESB mun aldrei verða samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu, nema með áróðri um að þetta sé "samningur sem þú getur ekki hafnað". 

Enginn vafi er, að öllum brögðum verður beitt í þeim áróðri og reynt að heilaþvo þjóðina til að samþykkja inngönguna.

Axel Jóhann Axelsson, 18.7.2009 kl. 13:00

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Auðvitað er það fléttan - er það ekki augljóst, líkt og ég hef bent á í marga mánuði!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.7.2009 kl. 23:44

3 identicon

Já það var sorglegt að heyra þetta í morgun og líka þegar ISG ryðst fram á völlinn og fer að níða af Jóni Bjarnasyni skona því hann sé ekki nógu undanlátsamur viðsemjandi fyrir vini hennar í EBS. Það er líka annað sem kom fram í viðtalinu við sjúklinginn að hún hefur verið á fullu að manupulera bak við tjöldin fárveik og ekki með réttu ráði.

Árni Páll Árnason sagði líka skýrt og skorinort í Kastljósi um daginn að auðvitað ættum við að eiga aðild að nýja tryggingarsjóð bankakerfis EBS þegar þeir eru búnir að endurskoða lögin og hann á að taka á sig icsave samninginn. 

Það er plottið hjá þessum krötum að koma með samning þar sem við sleppum við byrðina af icsave og það er sorglegt að sjá Steingrím J. Sigfússon í annað sinn á sínum pólitíska ferli láta nota sig í skítverkin og mæla með þeim.

Ég er búinn að rifja upp framistoðu hans SJS þegar hann lét þá stríðsglæpamenninga ota sér í að mæla með eftirlaunafrumvarpinu þeirra og ég er hættur við að fyrirgefa honum þá framkomu.  Hann ætti að fara núna að leggja skóna á hilluna og njóta eftirlaunanna og láta aðra  baráttuglaðari og meiri hugmyndafræðinga sjá um baráttu fyrir réttlátara þjóðfélagi. Hann veit greinilega ekkert um jöfnuð og sanngirni.

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 00:32

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er ekki verið að "hanna" neina atburðarás. Menn eru ekki svo yfirvegaðir og framsýnir í pólitíkinni hérna, af og frá. Þetta er alltsaman "gut reaction" pólitík. Menn annaðhvort fylgja eðlisávísuninni eða foringja sínum. Þannig hefur íslensk pólitík alltaf verið. Má kannski segja að þess vegna hafi farið sem fór.

Kristján G. Arngrímsson, 20.7.2009 kl. 08:36

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það hafa margir Íslenskir stjórnmálamenn drauma um að starfa sem hönnuðir, líklega fáir meir en núverandi utanríkisráðherra.  En það eru líka ýmsir aðrir sem koma að þessu borði en Íslenskír stjórnmálamenn.

G. Tómas Gunnarsson, 21.7.2009 kl. 20:30

6 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Þetta er ágæt tilgáta (og annars fróðlegt blogg hjá ykkur á Bjórá 49).

Hvað VG/Steingrímur er að hugsa í þessu sambandi er hins vegar hulið mér a.m.k. Ein skýring gæti þó verið að Steingrímur sé að láta blóðtöku þjóðarinnar eftir hrunið verða sem mesta og minnistæðasta þannig að þjóðin gleymi ekki því hvernig fór þegar Sjálfstæðisflokkurinn var síðast við völd.

Sveinn Tryggvason, 23.7.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband