30.5.2009 | 18:23
Borgarbúar borga launin, en annirnar eru hjá Samfylkingunni
Ég hef verið í morgun að skoða Íslenskar fréttir og fara í gegnum tölvupósta sem mér hafa borist um athygliverð mál eða fréttir.
Það er vissulega margt sem er athyglivert en því miður ekki margt sem er af jákvæðari toganum.
En mér fannst þessi frétt sem mér barst slóð á skratti athygliverð.
Hér talar varaformaður Samfylkingarinnar og segir að vegna anna hjá flokknum hafi hann ekki mátt vera að því að mæta í vinnuna. Reykvíkingar kusu hann í borgarstjórn, þeir borga honum launin, en hann má einfaldlega ekki vera að því að sinna vinnunni, vegna þess að flokkurinn situr fyrir.
Eða eins og segir í fréttinni:
Eftir að ég tók við varaformannsefmætti þá fylgdu því bæði í kosningabaráttunni og í stjórnarmynduninni verkefni og ég þurfti ekki einungis að víkja einstökum málum í borgarstjórnni til hliðar heldur líka fjölskyldulífi og öðru," segir Dagur.
Vissulega ber Degi lof fyrir hreinskilnina, en er ekki rétt að Samfylkingin borgi fyrir störf sem eru innt af hendi fyrir flokkinn, en Reykjavískir útsvarsgreiðendur þurfi ekki að standa straum af þeim kostnaði?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.