29.5.2009 | 14:39
Vorverkin að Bjórá
Það hefur verið í mörg horn að líta hér að Bjórá undanfarnar vikur. Vorverkin mörg og hornin sem í þarf að líta ekki síður.
Það er búið að grafa, planta, slá, raka, stinga upp, klippa og saga. Sem betur fer hefur einnig gefist tími til skemmtilegri athafna s.s. að grilla og að fylgjast með þrastarungunum sem hér hafa hlaupið um garðinn. Ég hef sést í ýmsum miður virðulegum stellingum við að taka myndir af þeim.
En einhverra hluta vegna hefur bloggið setið á hakanum og reyndar hef ég fylgst minna með fréttum frá Íslandi nú undanfarnar vikur en oftast áður. Þær hafa heldur ekki verið til þess fallnar að lyfta geðinu, alla vegna ekki þær sem ég hef þó séð.
Á morgun verður síðan haldið í útilegu, alla vegna ef veðrið lýtur út fyrir að verða skaplegt.
En það þarf líka að skerpa sjálfsagann til að standa sómasamlega að þessu bloggi.
P.S. Það er hægt að klikka á myndina til að sjá hana stærri og flytjast þannig yfir á Flickr síðuna mína, þar sem hægt er að sjá fleiri myndir af þrastarungum.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.