10.12.2006 | 20:22
Skynsamlega að verki staðið
Þetta er ákaflega vel að verki staðið hjá Whole Foods Market. Það er enda erfitt að reka verslanir til lengdar, ef það er ekki viðskiptavinurinn sem á síðasta orðið.
Auðvitað er líklegt að margir viðskiptavinir WFM séu ekki hrifnir af hvalveiðum Íslendinga, en það er alveg eins líklegt að hópurinn sem láti sig það litlu skipta, ef þeim líkar vörurnar vel, sé ekki minni. Þeir búa enda í því landi sem er hvað stærsti aðili hvalveiða í heiminum.
Staðreyndin er sú að hér sem áður eru það gæði vörunnar sem skiptir meginmáli.
En það er reyndar annað sem ég hefði gaman af að vita, ef einhver getur frætt mig. Hvernig eru verðin sem Íslenskir bændur eru að fá fyrir afurðir þær sem eru seldar í WFM? Eru bændur að gera það verulega gott á þessari sölu?
Það vantar nefnilega oft þegar sagt er frá stórkostlegum árangri Íslenskra landbúnaðarafurða erlendis, er hvað var kostnaðurinn við markaðssetninguna, hver greiddi hann og hver er raunverulegur afrakstur af sölunni? Eða er þetta ekki að skila neinu í þegar allt er til tekið?
Sem dæmi má nefna, um hvernig alþjóðleg verslun með landbúnaðarvörur gengur oft fyrir sig, er að ég kaupi gjarna hér í Kanada, Norskan ost, Jarlsberg. Hann stendur mér hér til boða á mun lægra verði hér, en býðst systur mínum, sem búa í Noregi.
Whole Foods Market: Viðskiptavinir taki ákvarðanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll, Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.