Skortur á aðlögunarhæfni?

Ég var að hlusta á viðtal Evu Maríu við Margréti Sverrisdóttur í Sunnudagskastljósinu og svo aftur á viðtal við Guðjón Arnar í Kastljósi kvöldsins.

Það er mikið að í litlum flokki (sem sækir að vísu í sig veðrið í skoðanakönnunum).

En það er nokkuð ljóst að aðlögunarvandi (eins og Margrét komst að orði í Kastljósinu) Frjálslynda flokksins og meðlima Nýs Afls, er mun meiri en sá aðlögunarvandi sem erlent starfsfólk á Íslandi glímir við.

Þegar forystumenn flokksins ná svo ekki einu sinni að vera sammála um hugtökin "sagt upp" eða "rekin" er ekki von á að samkomulag náist í stærri málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband