8.4.2009 | 18:40
Íslendingar viljugri en Bretar til að ata ráðherra auri
Það er nokkuð merkilegt að velta því fyrir sér, nú þegar Bresk þingnefnd hefur fjallað um samskipti Íslendinga og Breta í aðdraganda þess að Bretar beittu hryðjuverkalöggjöf sinni gegn Íslendingum, að þar ýmsir Íslendingar og Íslenskir stjórnmálamenn virðast vera mun reiðubúnari til að ata Íslenska ráðherra auri, en Breskir starfsbræður þeirra.
Breska þingnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að samtal Árna Mathiesen og Alistair Darling hafi ekki getað gefið Darling og Brown nokkra ástæðu til að beita hryðjuverkalöggjöfinni gegn Íslendingum.
Það er þveröfugt við það sem margir Íslenskir stjórnmálamenn vildu halda fram og mátti heyra þá skoðun að viðbrögð Breta væru Árna að kenna margendurtekin í Íslenskum fjölmiðlum.
Það skyldi þó aldrei vera að ýmsir stjórnmálamenn hafi metið hagsmuni sína og síns flokks ofar hagsmunum Íslands þegar umræðan stóð sem hæst?
Að þeir hafi réttlætt gjörðir Breta í þeirri von um að þeir og flokkar þeirra styrktu stöðu sína, þó að staða Íslands yrði ef til vill verri fyrir vikið?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Facebook
Athugasemdir
Er það nokkuð nýtt Tommi, að vinstri menn meti sína hagsmuni ofar og framar hagsmunum annara?+
bkv.
Elli Bjarna
Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 22:15
http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA
nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn
Æl, sjoveikur
Sjóveikur, 8.4.2009 kl. 23:30
Í því ástandi sem nú ríkir á Íslandi skjóta menn fyrst og spyrja svo. Mjög stór orð voru látin falla um Árna bæði af stjórnmálamönnum og ekki síst hér í bloggheimi. Í hugum margra er það bara liðin tíð, nú fundið eitthvað annað til þess að hlaða byssurnar með.
Sigurður Þorsteinsson, 9.4.2009 kl. 09:16
Það er ef til vill rétt að í núverandi árferði skjóti menn fyrst og spyrji svo. En slíkt kann yfirleitt ekki góðri lukku að stýra og í þessu tilfelli hefur það líklega skemmt stöðu Íslands.
Það er merkilegt að stjórnmálamenn virðist frekar kjósa að koma höggi á pólítískan andstæðing, heldur en að Ísland njóti sannmælis.
G. Tómas Gunnarsson, 9.4.2009 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.