Styrkar stoðir?

Þetta er óneitanlega með stærstu fréttum þessa árs og hafa þær þó verið margar býsna merkilegar það sem af er árinu.

Á Íslenskan mælikvarða er þetta ótrúlega há upphæð sem eitt fyrirtæki gefur einum stjórnmálaflokki.  Ef rétt er hér farið með staðreyndri, er hér er heldur ekki um að ræða "eitthvert" fyrirtæki heldur FL Group og styrkurinn er til Sjálfstæðisflokksins.

En það er margt athyglisvert við þessa "millifærslu", en ein athyglisverðasta staðreyndin er sú hvenær hún gerist, rétt áður en ný lög um fjármál stjórnmálaflokka tekur gildi og um það leyti sem Kjartan Gunnarsson er rétt hættur sem framkvæmdastjóri flokksins.

Nú skuldar Sjálfstæðisflokkurinn útskýringar, hver falaðist eftir styrknum (ef það er rétt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft frumkvæði að málinu) og hver tók á móti honum og gaf út kvittun. 

Það er áríðandi að forysta flokksins skýri undanbragðalaust frá þessu máli, sú krafa kemur ekki síst frá þeim sem styðja flokkinn.

Í málum sem þessum er er alltaf gaman að velta fyrir sér tímasetningum.  Vissulega blasir það við að vart hefði verið finnaleg verri tímasetning fyrir þessa uppljóstrun hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn.  En það er líka vert að velta því fyrir sér hvort að þetta sé "skot fyrir stefnið", nú þegar pólítískt skipaðir fulltrúar eru að ákveða framtíð Stoða, og hvernig eða hvort nauðasamningar verða.

P.S.  Það er vissulega vert að velta því líka fyrir sér hvernig  fyrirgreiðslu hefur verið háttað til annara flokka, stuttu fyrir hin nýju lög.  Sá það á vefnum áðan að fjárframlög fyrirtækja til Samfylkingar eiga að hafa verið ríflega 30 milljónum hærri árið 2006, en 2005, og sömuleiðis ríflega 30 milljónum hærri 2006 en 2007.  En það næst víst ekki í Skúla Helgason, þáverandi framkvæmdastjóra.  Það er nú líklegra frekar sjaldgæft að ekki náist í frambjóðendur svo stuttu fyrir kosningar, en annirnar eru miklar og enn einhver göt í farsímasambandið.

 


mbl.is 30 milljóna styrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Kemur líka einstaklega illa út að þetta skuli hafa komið frá FLenron og Hannesi Smárasyni, helstu táknmyndum græðginnar í íslensku samfélagi.

Aftur á móti væri kannski fróðlegt að velta því fyrir sér hvort nokkur hefði kippt sér upp við þetta á sínum tíma - þarna þegar styrkurinn var veittur. Þá var líklega hugarfar og viðhorf til peningamanna almennt öðru vísi en nú, er ég hræddur um.

Sjáumst kannski á Akureyri.

Kristján G. Arngrímsson, 9.4.2009 kl. 06:18

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er rétt að mínu mati, eins og ég reyndar skrifa í pistlinum að það kemur Sjálfstæðisflokknum sérstaklega illa að styrkurinn hafi komið frá FL.  Sá styrkur kemur mun "kauðalegar" út en t.d. styrkurinn frá Landsbankanum, þó að ég sé ekki að mæla honum bót.

Jú, ég reikna með að þetta hefði vakið nokkuð mikið umtal á sínum tíma, en ekkert í líkingu við það sem gerist nú, þar held ég að þú hafir í það minnsta að hluta til rétt fyrir þér.

Það væri ljómandi að hittast á Akureyri, en ég fer þangað ekki strax, þarf að ganga frá nokkrum málum í höfuðstaðnum fyrst.  Hvenær verður þú fyrir norðan? 

G. Tómas Gunnarsson, 9.4.2009 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband