Bjórárfjölskyldan heldur til Íslands

Þá er að koma að því að Bjórárfjölskyldan haldi til Íslands, en við eigum pantað far með Icelandair seinnapartinn á föstudag (gott að nota þennan langa dag til að ferðast) og komum því til landsins á laugardagsmorgni - rétt svo tímanlega fyrir páskaeggjaát á sunnudeginum.

Reyndar verða það aðeins ég og ómegðin sem stoppa á Íslandi, en Kristina heldur áfram til Kaupmannahafnar og þaðan til Eistlands.  Hún kemur svo síðar til Íslands og verður þar í viku áður en við verðum samferða heim.

Dulitlum tíma verður varið á höfuðborgarsvæðinu, en stefnan er aðallega sett norður á Akureyri.  Nokkur mikill spenningur hefur gripið um sig hjá börnunum og hafa þau gengið um með bakpoka nokkra undanfarna daga og skipulagt hvað á að setja í þá fyrir ferðalagið.

P.S.  Vitanlega er meiningin að versla eitthvað, en það var þó alfarið óþarfi að láta krónuna síga okkar vegna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband