Innflytjendur sem skila til samfélagsins

Þetta er athyglisverð frétt.

Ekki nein ný sannindi, en samt sem áður virkilega þess virði að segja frá þessari staðreynd.  Held að margir hafi gott að sjá þetta svart á hvítu.

Ekki aðeins hlaupa innflytjendur og erlendir farandverkafólk undir bagga með Íslensku samfélagi og vinna þau störf sem ekki er til vinnuafl í landinu til að sinna, ekki aðeins að þeir vinni mörg störf sem að Íslendingar virðast ekki kæra sig um að vinna, nei það er ekki aðeins það, heldur greiða þessir starfsmenn umtalsverðar upphæðir til hins opinbera á Íslandi.

100 milljónirnir sem ákveðið var að setja í Íslenskukennslu fyrir nokkru er eins og dropi í hafið miðað við hvað skattgreiðslur þessa fólks eru.

 


mbl.is Útlendingar greiddu tæpa 6,4 milljarða í skatta hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband