Gott grín léttir lundina

Á vefsíðu Vísis má í dag lesa stutt viðtal við Baldur Þórhallsson, frambjóðenda Samfylkingarinnar og fyrrverandi "óháðan fræðimann".

Ég mundi ekki greiða Baldri atkvæði mitt, en hann fær hæstu einkunn fyrir húmor, það verður ekki af honum skafið að hann léttir mér lundina með gullkorni sem þessu:

Baldur segir að hann hafi hingað til ekki verið að gefa mikið út á sínar eigin skoðanir um Evrópusambandið. Baldur segist gera sér grein fyrir því að minna verði leitað til hans sem óháðs fræðimanns við Háskóla Íslands eftir ákvörðun hans um að taka sæti á listanum. „En það er spurning um hvort það sé ekki heiðarlegra, þegar manni finnst svo mikið liggja við, að segja sína skoðun tæpitungulaust um hvað þurfi að gera í Evrópumálum," segir Baldur.

Hingað til hefur sem sé enginn getað rennt í grun um hver skoðun Baldurs hefur verið á því hvort að Íslendingar eigi að ganga í "Sambandið". 

En Baldur vill þó ekki gefa upp vonina um að það verði áfram leitað til hans sem "óháðs fræðimanns", en hann telur að það verði minna en áður.

Stóra spurningin sem hlýtur að koma upp er hvort að Baldur hafi gengið í Samfylkinguna, eða hvort hann sé "óháður" frambjóðandi, en slíkt hefur oft verið vinsælt á vinstri vængnum, og er skemmst að minnast þeirra óháðu frambjóðenda Dags B. Eggertssonar og Ögmundar Jónassonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, er nu "óháði fræðimaðurinn" kominn í framboð hjá sínum líkum?

Launfyndinn ertu, Tómas, þegar þú segir: "Hingað til hefur sem sé enginn getað rennt í grun um hver skoðun Baldurs hefur verið á því hvort að Íslendingar eigi að ganga í "Sambandið". "

Hann hefur nú verið eins og eilífur augnakarl í viðtölum við EBé-sinnaða Rúv- og Stöðvar2-menn og þar jafnan viljað svo til í í tengslum við þessi mál, að hann lýsi því þar yfir með einum eða öðrum hætti, hve gáfulegt og nánast óhjákvæmilegt það sé að ganga í þessa yfirríkjaallsherjarmömmu þeirra kratanna.

En það, sem menn hafa hins vegar ekki áttað sig á, er hitt, hve laus við hlutleysi sjálf fræðimannsstaða hans virðist vera þarna vestur á Melum, ef ráða má því, hvílík ofuráherzla þar hefur verið á EBé über alles í verkefnavali hans og kennsluáhrifum, en af því hef ég nánar spurnir.

Jón Valur Jensson, 5.4.2009 kl. 00:07

2 identicon

esb reglur

Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband