Tíðindalítið af fjórflokknum - Ekki vænlegt til vinsælda að styðja "loftbóluflokka"

Það er ekki hægt að segja að tíðindin séu stór í þessari könnun.  Niðurstöðurnar svipaðar og sést hafa undanfarnar vikur.

Stærstu tíðindin eru sú að Framsóknarflokkurinn er kominn á kunnuglegar slóðir hvað fylgi varðar eftir að hafa notið meira fylgis um stund.

Ég held að þar sé flokkurinn að taka út refsingu fyrir hve illa flokkurinn hefur haldið á málum sínum nú undanfarnar vikur.  Stuðningur hans við minnihlutastjórnina hefur ekki orðið honum sú lyftistöng sem margir Framsóknarmenn hafa vonast eftir.  Einhvern veginn hefur flokkurinn lent á milli skips og bryggju í þeim stuðningi og frekar hlotið last fyrir að draga fæturnar, en lof fyrir stuðningin.  Hörð gagnrýni á flokkinn hefur komið frá stjórnarflokkunum.

Það er líklega ekki vænlegt til vinsælda að styðja "loftbóluflokka" til valda. 

Annað er að mestu leyti með kyrrum kjörum í þessari könnun, Sjálfstæðisflokkur og VG vinna dulítið á, og Samfylkingin tapar svo litlu fylgi.

Stjórnin er ennþá sterk og ekkert sem bendir til annars en að hún sitji áfram eftir kosningar.

Skyldi Ögmundur verða á ráðherralaunum þá, eða afsala allir ráðherrarnir þeirri búbót og verða á strípuðu þingfararkaupi?

 

 

 


mbl.is Fylgi Framsóknarflokks minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi skoðanakhönnun var nú bara áróðursbragð hjá krötunum á Fréttablaðinu, eins og nýasta könnun sannar.

JK (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

(Athugasemdin hér að ofan er óskiljanleg.)

Óli Harðar segir það alltaf tíðindi þegar Sjálftökuflokkurinn fer niður í þriðja sæti. Það hlýtur að flokkast undir afneitun að telja það ekki helstu fréttirnar úr þessari könnun.

Kristján G. Arngrímsson, 27.3.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband