Hælar Björgvins G. Sigurðssonar

Þetta er frétt sem vert er að taka eftir og fjölmiðlamenn ættu að fylgja eftir.

Hér virðist það staðfest sem Sjálfstæðismenn hafa haldið fram að andstaðan við rúmar heimildir sérstaks saksóknara hafi komið frá Samfylkingunni, sérstaklega Björgvini G. Sigurðssyni.

Hvers vegna skyldi Samfylkingunni og Björgvini hafa verið á móti skapi að saksóknarinn fengi víðtækari heimildir?

Reyndar verður allur ferill Björgvins sem viðskipta og bankamálaráðherra æ skrýtnari eftir því sem tíminn líður.

Nú kemur í ljós að hann "dró hælana" hvað varðaði víðtækari heimildir handa sérstökum saksóknara, áður hafði komið í ljós að félagar hans í ríkisstjórn treystu honum ekki fyrir mikilvægum uppýsingum hvað varðaði Íslenskt bankakerfi og höfðu hann ekki með á fundum þar sem slíkt var rætt. 

Fullyrðingar í fjölmiðlum um fundi með forsprökkum "útrásarinnar" á undarlegum tímum bætast svo við.

Sjálfur virðist hann telja sig hafa "axlað ábyrgð" með því að segja af sér ráðherradómi "korteri" fyrir stjórnarslit.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig Samfylkingunni gengur í kosningabaráttunni á Suðurlandi, en þar fékk Björgvin eins og kunnugt er endurnýjað umboð til þess að leiða lista flokksins.


mbl.is Hælarnir voru niðri í viðskiptaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hún skyldi þó ekki eiga eftir að hrynja á Suðurlandi með þennan líka oddvita þar!

Jón Valur Jensson, 25.3.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband